Meghan varð aktívisti 11 ára

Meghan skrifaði bréf til framleiðanda sápulagar aðeins 11 ára gömul …
Meghan skrifaði bréf til framleiðanda sápulagar aðeins 11 ára gömul og sagði honum að beina ekki auglýsingum sínum eingöngu til kvenna. Framleiðandinn breytti auglýsingunum. AFP

Það hefur vakið bæði athygli og gleði meðal umhverfissinna að brúðhjónin fallegu Harry og Meghan óskuðu eftir því við brúðkaupsgesti sína að færa þeim ekki hefðbundnar gjafir en gefa heldur til góðgerðar- og umhverfismála, meðal annars með því að berjast gegn plastmengun. Sex önnur góðgerðarmál eru líkleg til að hafa fengið ríflegan stuðning frá brúðkaupsgestum Harry og Meghan.

Harry hefur ef til vill ekki verið þekktur fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum en Karl faðir hans hefur reyndar stundum látið til sín taka á þeim vettvangi. Meghan hins vegar vakti fyrst athygli fyrir aktívisma aðeins 11 ára gömul í feminískri baráttu gegn auglýsingum sápuframleiðanda. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill og vonandi mun hún nota sinn konunglega glugga til að hafa áhrif á góðra mála í framtíðinni. 

Meghan vakti fyrst athygli þegar hún birtist í sjónvarpsviðtali ásamt skólafélögum sínum árið 1993 en hún hafði skrifað bréf til sápuframleiðandans Procter & Gamble og beðið hann um að hætta að beina auglýsingum um sápu, sem sigraðist á fitugum pottum og pönnum, sérstaklega að konum . Hún skrifaði til allra sem hún taldi að gætu breytt þessum skilaboðum, m.a. til framleiðandans og Hillary Clinton. Það merkilega er að Procter & Gamble meðtóku skilaboðin og settu orðið „fólk“ í staðið fyrir „konur“.

„Ef þú sérð eitthvað sem þér líkar ekki eða telur vera falsskilaboð í sjónvarpi eða annars staðar, skrifaðu þá bréf og sendu það til réttra aðila. Það getur skipt sköpum,“ sagði hin 11 ára Meghan Markle árið 1993.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda