Slæm líkamsmynd ungmenna

Það er áhyggjuefni að aldur stúlkna sem telja sig þurfa …
Það er áhyggjuefni að aldur stúlkna sem telja sig þurfa að grennast fer sífellt lækkandi. mbl.is/Thinkstockphotos

Slæm líkamsmynd eða óánægja með eigin líkamsvöxt og -útlit er algeng meðal fólks, en þó sérstaklega meðal unglingsstúlkna.

Það hafa ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á tíðni slæmrar líkamsmyndar á Íslandi, hvort sem er meðal barna og unglinga eða fullorðinna. Þó má gera ráð fyrir því að tíðnitölur á Íslandi séu svipaðar og í öðrum vestrænum ríkjum þar sem Íslendingar búa við svipuð samfélagsleg gildi hvað varðar útlit og vaxtarlag. Erlendar rannsóknir sýna að rúmlega helmingur fólks er óánægt með líkamsvöxt sinn og meirihluti kvenna telja sig þurfa að grennast.

Í íslenskri rannsókn frá 2009 kom í ljós að tæplega 43% Íslendinga á aldrinum 18-79 ára voru ósáttir við eigin líkamsþyngd. Um 72% töldu að þeir þyrftu að grennast og gerðu margir tilraunir til þess. Einnig kom fram munur á óánægju með líkamsþyngd milli kynja þar sem konur voru mun ósáttari við þyngd sína en karlmenn, en rúmlega 80% kvenna töldu sig þurfa að grennast á móti tæplega 63% karla. Líklegt er að staðan hafi ekki breyst mikið frá því þessi rannsókn var unnin.

Slæm líkamsmynd eða óánægja með eigin líkamsvöxt og -útlit er …
Slæm líkamsmynd eða óánægja með eigin líkamsvöxt og -útlit er algeng meðal fólks, en þó sérstaklega meðal unglingsstúlkna.

Mikil óánægja með þyngd virðist hrjá unglinga sem og fullorðna á Íslandi. Í annarri rannsókn frá árinu 2008, um óánægju kvenna með eigin líkama, kom fram að 76% kvenna og stúlkna á aldrinum 13-24 ára voru óánægðar eða mjög óánægðar með líkama sinn. Óánægjan kom fram óháð því hvort þær voru í kjörþyngd eða ekki. Einnig kom  fram að þriðjungur þátttakenda í rannsókninni  hafði farið í megrun að minnsta kosti einu sinni yfir árið.

Einnig hefur komið fram í íslenskum rannsóknum á líkamsmynd unglinga í 9. og 10. bekk að birtingarmynd óánægju með eigin líkama var ólík milli kynja. Niðurstöður voru þær að líkamsmynd stúlkna var mun verri en líkamsmynd drengja og birtist á ólíkan hátt. Það að vera grannur eða grönn tengdist lakari líkamsmynd hjá drengjum en betri líkamsmynd hjá stúlkum. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á kynjamun á líkamsmynd.

Af niðurstöðum íslenskra rannsókna má sjá að tíðni megrunar, óánægju með líkamsvöxt og slæmrar líkamsmyndar er há á Íslandi og í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Tíðni slæmrar líkamsmyndar er hærri meðal stúlkna en drengja og virðist óánægja með líkamsvöxt vera reglan frekar en undantekningin meðal stúlkna.

Það er síðan áhyggjuefni að aldur stúlkna sem telja sig þurfa að grennast fer sífellt lækkandi.

Grein þessi er fengin frá vefnum Sjálfsmynd, upplýsingasíðu um sjálfsmynd barna og unglinga

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda