Er barnið mitt andsetið?

Lýsing foreldranna á milli barninu bendir til að þar fari …
Lýsing foreldranna á milli barninu bendir til að þar fari öflugur snúður, sem er fylgin sér og óhræddur við að gera kröfur á umhverfið sitt.(myndin er fengin úr myndabanka) mbl.is/Thinkstock

Spurt og svarað

Er barnið mitt and­setið?

For­eldr­ar um þrítugt á Aust­ur­landi eru að bug­ast á „milli­barn­inu“ sem er sér­lega krefj­andi ung­ur pilt­ur:

„Við eig­um gutta sem er að verða tveggja ára sem er bara eins og hann sé and­set­inn stund­um. Hann sko væg­ast sagt trufl­ast ef hann fær ekki það sem hann vill. Hann bít­ur, klór­ar, kýl­ir, slær og tuff­ar. 
Sem dæmi, þá tryllt­ist hann ný­lega í þrjú kort­er af því hann fékk ekki frost­p­inna í morg­un­mat. Hann missti stjórn á sér í vik­unni yfir kvöld­matn­um því hann vildi ekki sitja í stóln­um sín­um. Við tók­um hann úr stóln­um en hann hélt bara áfram í dágóðan tíma í kast­inu. Hann er að taka að minnsta kosti fjög­ur köst á hverj­um degi.  Við erum búin að prufa setj­ast niður hjá hon­um þegar hann læt­ur svona og taka utan um hann og vera góð en þá yf­ir­leitt ger­ir hann okk­ur eitt­hvað. Kýl­ir, hræk­ir eða eitt­hvað þvíum­líkt. Ég hef prufað að setja hann i skammakrók í um það bil eina mín­útu en það virk­ar ekki neitt. Hann hleyp­ur bara í burtu og garg­ar. Við erum búin að reyna verðlauna góða hegðun og refsa vonda hegðun en það virk­ar ekki neitt. En við gef­um  ekki eft­ir sama hvernig hann læt­ur, hann fær t.d ekki ís þegar hon­um hent­ar þótt ég viti að það myndi kaupa okk­ur frið. Við get­um ekki meira, erum al­ger­lega búin á því og  finnst við hafa því­líkt mistek­ist með hann. Hvað eig­um við að gera?

Kæra úr­vinda móðir! Ráðgjöf sem for­eldr­ar fá úr um­hverf­inu sem eiga tvö, þrjú eða fleiri börn,  og eitt þeirra hag­ar sér eins og hrafnsungi í lóu­hreiðri, er yf­ir­leitt vel meint en það er ein­mitt stund­um gert ráð fyr­ir því að þessi hegðun barns­ins sé vegna mistaka ykk­ar í upp­eld­inu. Og svo koma gjarna ráð eins og : „Hef­ur þú prófað að taka af hon­um allt glút­en, mjólk­ur­vör­ur (eða bara ein­hverja  eina fæðuteg­und) út úr fæðunni hjá barn­inu? Pass­ar þú að hann fái næg­an svefn? Ertu búin að prófa sítr­ónu­vatn og kó­kosol­íu? Og þar fram eft­ir göt­un­um. Ráð af þessu tagi eru vel meint  en staðreynd­in er hins veg­ar sú að það er sjaldn­ast eitt­hvað eitt sem or­sak­ar svona erfiða hegðun. Þarna um flókið sam­spil þar sem erfðir og um­hverfi spila sam­an. Ekki láta hug­fall­ast þótt ég segi „flókið“ það samt heil­mikið sem hægt er að gera. 

Það mik­il­væg­ast af öllu að þið missið ekki kjarkinn og farið að ef­ast um færni ykk­ar sem for­eldr­ar. Þið eruð hæf­ir og góðir for­eldr­ar sem greini­lega viljið gera ykk­ar besta. Það er svo krefj­andi og erfitt þegar okk­ur finnst við ekki ráða við hegðun barns­ins okk­ar, bara sú hugs­un og til­finn­ing get­ur haft mik­il áhrif, þess vegna þurfið þið að ríg­halda í sjálfs­traustið og styðja hvort annað.

Lýs­ing ykk­ar á drengn­um gef­ur vís­bend­ing­ar um að hér sé á ferð öfl­ug­ur snúður, sem er fylg­in sér og óhrædd­ur við að gera kröf­ur á um­hverfið sitt. Allt sam­an góðir mann­kost­ir sem þarf að rækta og beina í far­vegi sem ekki hafa nei­kvæð áhrif á lífs­gæði hans. Svona öfl­ug­ir orku­bolt­ar geta samt oft þreytt alla í kring­um sig og þá byrj­um við oft að hugsa hvernig við get­um komið í veg fyr­ir næsta æðisk­ast og fyrr en var­ir er öll fjöl­skyld­an far­in að breyta hegðun sinni í takt við líðan eða hegðunar ein­hvers eins á heim­il­inu.  Það vilj­um við ekki! Hvorki ykk­ar vegna og alls ekki hans vegna. Upp­eldi snýst um dag­inn í dag en ekki síður hvar við vilj­um sjá kríl­in okk­ar eft­ir 5, 10, 15 eða 50 ár.

Al­menn ráð væri að tak­ast á við eina hegðun í einu, þ.e. byrja t.d. á morg­un­matn­um, hunsa óæski­lega hegðun, grípa hann „góðan“ og vera sam­taka í einu og öllu. Reyna að horfa hlut­laust á hegðun­ina og muna að hún bein­ist ekki að ykk­ur sem ein­stak­ling­um held­ur vill ungi ákveðni herr­ann fá ís í morg­un­mat hvað sem taut­ar og raul­ar.

Þessi al­menna ráðgjöf virk­ar vel á flest börn, en stund­um þarf meira til.  Í ykk­ar til­felli tel ég svo vera og mæli ein­dregið með að þið sækið ykk­ur fag­leg­an stuðning. Í því felst oft þetta mis­skylda hug­tak „grein­ing“. Þið hafið sjálfsagt heyrt eða lesið um „börn með grein­ingu“. Sann­leik­ur­inn er sá að ef þú ert með heila þá ertu með grein­ingu, þ.e. all­ir eru með ein­hverj­ar grein­ingu ef út í það er farið. Styrk­leik­ur okk­ar felst í fjöl­breytn­inni og þeirri staðreynd að eng­inn heili er ná­kvæm­lega eins. Grein­ing ein­stak­lings má líkja við þá grein­ingu sem við ger­um þegar við kaup­um tölvu. Hvaða teg­und er þetta, hvaða for­rit eru í henni,  hvernig er vinnslum­innið og vinnslu­hraðinn?  Kannski er kút­ur­inn ykk­ar með „mac“ heila í „pc“ fjöl­skyldu.  Marg­ar skip­an­ir virka eins en alls ekki all­ar. Sum börn bregðast milu bet­ur við sjón­ræn­um fyr­ir­mæl­um en munn­leg­um og hjá sum­um eru munn­leg fyr­ir­mæli bara bend­ing  eða „cue“ fyr­ir mótþróa.  Þið þurfið að vita hvernig heil­inn hjá snúðnum ykk­ar virk­ar og hvaða leiðir henta hon­um best í öllu upp­eldi og námi.  Þannig náum við því besta fram í hon­um. Annað væri næst­um eins og að velja sér síma eða tölvu með lokuð aug­un og gera svo kröf­ur um sömu virkni og hjá síðasta síma/​tölvu.

Fag­leg aðstoð get­ur líka þýtt að sækja upp­eld­is­nám­skeið. Ef þið ættuð hund og mynduð ekki sækja hegðun­ar­nám­skeið myndu marg­ir hnykla brýrn­ar og hnussa yfir því að þið vilduð ekki til­einka ykk­ur fag­lega ráðgjöf sér­fræðinga. En ég verð því miður enn vör við að fólk telji upp­eld­is­nám­skeið frek­ar ósmart og ónauðsyn­leg. Eins og það sé auðvelt að tak­ast á við upp­eldi barna í dag í þessu enda­lausa upp­lýs­ingaflæði, hraða og áreiti?! Upp­eld­is­nám­skeið eru dá­sam­leg og gef­andi. Ekki síst vegna þess að þar fáum við oft staðfest­ingu á að við séum á réttri leið. Ég mæli alltaf með nám­skeiðinu „Upp­eldi sem virk­ar, færni til framtíðar“ sem Dr. Gyða Har­alds­dótt­ir sál­fræðing­ur á Þroska- og hegðun­ar­stöð inn­leiddi. Nám­skeiðin eru hald­in víða bæði á veg­um Heilsu­gæslu og sveit­ar­fé­laga. Þessi nám­skeið eru frá­bær og í raun lífstíls­nám­skeið, þar sem áhersla er á styrk­leika barns­ins og fjöl­skyld­unn­ar, skipu­lag upp­eld­is, sam­taka­mátt for­eldra og hvernig þess­ir þætt­ir nýt­ast okk­ur ekki bara í upp­eldi held­ur flest­um dag­leg­um at­höfn­um.

Þið getið líka leitað til heilsu­gæsl­unn­ar, á þjón­ustumiðstöðina í ykk­ar hverfi og svo eruð þið auðvitað líka vel­kom­in hingað á SÓL.

___________________________________________________

Spurn­ing­um sem ber­ast Fjöl­skyld­unni á mbl.is svar­ar SÓL sál­fræði- og lækn­isþjón­usta en þar starfar hóp­ur fag­fólks sem legg­ur metnað sinn í að veita börn­um, ung­menn­um og fjöl­skyld­um þeirra góða þjón­ustu. Nán­ari upp­lýs­ing­ar á www.sol.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda