Hætta sölu á umdeildum stuttermabol

Áletrun á bolnum sem stúlkan klæðist hefur farið fyrir brjóstið …
Áletrun á bolnum sem stúlkan klæðist hefur farið fyrir brjóstið á mörgum.

Danska versl­un­ar­keðjan Bilka hef­ur hætt sölu á stutterma­bol með áletr­un­inni „Gir­ls don't shout“ eða „stúlk­ur hrópa ekki“ eft­ir mikla gagn­rýni.

Í frétt danska rík­is­út­varps­ins um málið seg­ir að bol­ur­inn hafi verið kynnt­ur til sög­unn­ar í til­boðsbæk­lingi keðjunn­ar í þess­ari viku. Þar mátti sjá unga stúlku klæðast hon­um en við hlið henn­ar stend­ur dreng­ur í bol með áletr­un­inni „rea­dy set go!“ eða „viðbú­inn, til­bú­inn, nú!“ Einnig má sjá mynd af öðrum pilti í bol sem á stend­ur: „Are you rea­dy“ eða „ertu til­bú­inn?“

Fjöl­marg­ir létu í sér heyra og fannst versl­un­in ekki vera að senda börn­um upp­byggi­leg skila­boð. Var jafn­vel hvatt til þess að versl­un­in yrði sniðgeng­in. 

Fram­kvæmda­stjóri hjá Bilka seg­ir í sam­tali við BT að áletr­an­irn­ar séu aðeins hugsaðar sem skreyt­ing á bol­ina. „En ef viðskipta­vin­ir eða aðrir sjá þetta sem óviðeig­andi skila­boð eða móðgandi þá hörm­um við það.“

Hann seg­ir það ekki hafa verið ætl­un Bilka að móðga neinn og því hafi sölu stúlku­bols­ins verið hætt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda