Gera samning um ókeypis námsgögn

Samningurinn á við námsgögn sem hver og einn nemandi hefur …
Samningurinn á við námsgögn sem hver og einn nemandi hefur hingað til þurft að koma með sjálfur fyrir utan venjulegar skólabækur. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Það er svolítið langt síðan það var tekin ákvörðun um að bjóða ókeypis námsgögn. Það var gert í fyrra. Svo var ákveðið að fara í útboð til að fá hagstæðasta verðið. Það kom svo út úr því núna í sumar og eru einhverjar nokkrar vikur síðan það varð ljóst,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.

Ráðið ákvað að ganga til samninga við A4 um kaup á ritföngum fyrir alla nemendur grunnskóla Reykjavíkur fyrir skólaárið 2018-2019. Samningurinn var undirritaður í kjölfar útboðs þar sem gerðar voru kröfur um gæði og gott verð eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu A4.

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson

„Það eru ýmis önnur sveitafélög sem hafa farið þá leið að bjóða ókeypis námsgögn. Sum þeirra, þessi stærri, hafa farið þessa útboðsleið. Svo hefur ríkið farið í stærri útboð í gegnum Ríkiskaup. En borgin er það stór að það var talið eðlilegt að hún færi í útboð sérstaklega fyrir sína skóla. Það eru náttúrulega 36 skólar hér í borginni.“

Er þetta í fyrsta skiptið sem Reykjavíkurborg kaupir ritföng fyrir nemendur grunnskóla. „Þetta á við um þessi prívat námsgögn sem hver og einn nemandi hefur þurft að koma með sjálfur. Svona fyrir utan venjulegar bækur,“ segir Skúli.

Samkvæmt tilkynningu A4 lögðu tveir aðilar inn tilboð í útboðinu og varð A4 hlutskarpast bæði í gæða- og verðmati. 

Ritföngin verða afhent grunnskólum Reykjavíkurborgar fyrri hluta ágúst og verða því tilbúin til notkunar þegar skólastarf hefst í grunnskólum borgarinnar 22. ágúst. Að sögn Skúla verður málið tekið fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs um miðjan ágúst þar sem teknar verða saman ítarlegar upplýsingar um útboðið og hvaða ávinning það kemur til með að skila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda