3 ára kom óléttri móður í lögregluklandur

Mynd úr myndabanka. Móðir lenti í vandræðum þegar þriggja ára …
Mynd úr myndabanka. Móðir lenti í vandræðum þegar þriggja ára sonur hennar þurfti að pissa. ljósmynd/pxhere.com

Ólétt kona í Georgíu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér allt að 60 daga fangelsisvist eftir að hún leyfði þriggja ára gömlum syni sínum að pissa á bílastæði. Kemur fram á vef WRDW að lögreglumaður hafi komið að þeim og konan í kjölfarið verið kærð fyrir ósæmilega hegðun. Varð hún reið eftir að lögreglumaður ásakaði hana um að bera barnið fyrir framan annað fólk.

Hin ólétta Brooke John lýsir því að atvikið hafi átt sér stað í lok mars. Var hún með þriggja ára syni sínum, Cohen Johns, í bíl þegar sá stutti þurfti skyndilega á klósettið. Var hann við það að pissa á sig þegar hún lagði á bílastæði fyrir framan bensínstöð. Hún komst þó ekki lengra en út úr bílnum með son sinn sem náði varla að toga niður um sig buxurnar áður en hann pissaði. 

Ólétta móðirin segir slys verða en lögregluþjónn á staðnum hafi hins vegar skipað henni að fara með hann á klósettið á bensínstöðinni. „Hvað átti ég að gera, láta hann pissa á gólfið á bensínstöðinni?“ spurði móðirin. 

„Hún leyfði stráknum sínum að pissa á bílastæðinu,“ stendur á sektinni frá lögreglumanninum sem segist hafa skoðaði kynfæri barnsins sem og þvagið. Hann benti einnig á að almenningssalerni hafi verið á staðnum. 

Á konan að mæta fyrir dóm í lok apríl, nokkrum dögum fyrir settan dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda