ADHD-röskun eða ofurkraftur?

Börn greind með ADHD eru oft og tíðum orkumikil, skapandi …
Börn greind með ADHD eru oft og tíðum orkumikil, skapandi og skemmtileg.

At­hygl­is­brest­ur og of­virkni, oft kallað ADHD í dag­legu tali, er alþjóðleg skamm­stöf­un og stend­ur fyr­ir „Attenti­on Deficit Hyperacti­vity Disor­der“ eða at­hygl­is­brest og of­virkni.

Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að 5-10% barna og ung­linga glíma við of­virkni sem þýðir að 2-3 börn með ADHD gætu verið í hverj­um bekk að meðaltali í öll­um ald­urs­hóp­um. Auk þess geta börn haft væg­ari ein­kenni. Í hópi barna með ADHD eru þrír dreng­ir á móti hverri einni stúlku. Nýj­ar rann­sókn­ir benda þó til að fleiri stúlk­ur séu með ADHD en talið hef­ur verið, en þær koma síður til grein­ing­ar. Nýj­ar banda­rísk­ar rann­sókn­ir sýna 4,4% al­gengi ADHD hjá full­orðnum. Þetta kem­ur fram á vef ADHD-sam­tak­anna á Íslandi. 

Það er hægt að líta á at­hygl­is­brest og of­virkni sem rösk­un, en einnig sem of­urkrafta. Þetta kem­ur fram á vef BBC sem vildi gera vandaða um­fjöll­un um ADHD þar sem ADHD er ein al­geng­asta grein­ing barna í Bretlandi um þess­ar mund­ir. 

Í staðinn fyr­ir að fara í rann­sókn­ar­blaðamennsku um málið var for­eldr­um barna með ADHD gefið orðið. Börn með ADHD fá einnig tæki­færi að út­skýra hvernig er að vera barn með grein­ingu og spyrja sér­fræðinga áhuga­verðra spurn­inga.

Á meðal þess sem kem­ur fram í mynd­efn­inu er spurn­ing­in: Af hverju vel­ur sam­fé­lagið að setja fókus­inn ein­vörðungu á nei­kvæðu hliðar ADHD?

„Ekki hugsa illa til barna með ADHD, við erum ekki bara óþekk­ir krakk­ar við erum krakk­ar með alls kon­ar hæfi­leika líka,“ seg­ir ung­ur dreng­ur með ADHD.

Full­orðnir með ADHD eru í alls kon­ar störf­um og geta náð langt í líf­inu. Sum störf henta jafn­vel ein­stak­ling­um með ADHD bet­ur en öðrum.  

Það eru til leiðir fyr­ir skóla að taka vel á móti börn­um með ADHD. Að ein­falda skóla­stof­ur, að hafa ganga eða stof­ur í skól­um með ein­fald­ari hönn­un, að ein­angra hljóð og að bjóða upp á stuðning fyr­ir börn með ADHD skipt­ir miklu máli. 

„Að gera ráð fyr­ir því að öll­um líði vel í skól­an­um og að standa sam­an sem heild skipt­ir mig miklu máli fyr­ir mig,“ seg­ir skóla­stjórn­andi í mynd­bandi BBC. 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda