Ásdís Halla Bragadóttir rithöfundur og viðskiptakona er orðin amma. Sonur hennar og tengdadóttir eignuðust dóttur 18. nóvember. Ásdís Halla greinir frá því á Facebook að von hafi verið á stúlkunni í byrjun ársins en henni hafi legið mikið á að koma í heiminn.
Það er nóg að gera hjá Ásdísi Höllu þessa dagana en hún var að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Ein, sem fjallar um líf á tímum kórónuveirunnar, heimaþjónustu og hvernig lífið getur leikið okkur. Hvernig einmanaleikinn getur birst og gert líf fólks leiðinlegt. Í bókinni kafar Ásdís Halla djúpt ofan í það hvernig lífið getur tekið óvænta stefnu og ekkert er eins og það sýnist.
Barnavefurinn óskar Ásdísi Höllu og fjölskyldu til hamingju með stúlkubarnið!