Á von á öðru barni eftir erfiða fyrstu meðgöngu

Shay Mitchell á von á öðru barni.
Shay Mitchell á von á öðru barni. AFP

Pretty Little Li­ars-leik­kon­an Shay Mitc­hell á von á sínu öðru barni. Aðeins eru tvö ár síðan hún eignaðist sitt fy­rsta barn en hún á dótt­u­r­ina At­las Noa með unn­usta sínum Ma­t­te Babel. 

Mitc­hell greindi frá því að hún væri ólétt á Inst­a­gr­am-síðu sinni og sagði að tilf­inning­in væri blend­in þar sem að hún væri einnig að sy­r­gja ömmu sína sem lést í síðustu viku. Hún sagði þetta þó vera hrin­g­rás lí­fsins og velti fy­r­ir sér hv­ort þetta hafi allt­af átt að fara svona.

Mitc­hell gl­í­m­di við meðgönguþung­l­y­ndi þegar hún gekk með sitt fy­rsta barn og var ekki viss um hv­ort hún trey­sti sér í aðra meðgöngu. „Ég ætla að vera hrein­skil­in og segja það. Mig lang­ar svo mikið að At­las eign­ist sy­st­kini en ég veit ekki hv­ort ég get gengið með barn aft­ur. Ég var ekki geislandi gyðja sem elskaði þetta. Mig lang­ar ekki að ganga með barn aft­ur af því það tók á and­lega,“ sagði leik­kon­an sem hef­ur greini­lega ákveðið að rey­na aft­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda