Fermingargjafir sem Kolbrún Bergþórs mælir með

Það er gam­all og góður ís­lensk­ur siður að gefa bæk­ur í jóla­gjöf. Þenn­an sið á líka að hafa í heiðri við ferm­ing­ar. Bæk­ur eru kannski ekki það sem nú­tíma ferm­ing­ar­barnið ósk­ar sér heit­ast í gjöf á ferm­ing­ar­dag­inn, en það á eft­ir að þakka fyr­ir sig seinna. Góðar bæk­ur gleðja nefni­lega alltaf. Þær þroska þann sem les, fræða hann og víkka sjón­deild­ar­hring­inn.

Bibl­í­an

Það er ekki að ástæðulausu sem Bibl­í­an er nefnd bók bók­anna. Þar er að finna mik­inn boðskap, sæg af stór­brotn­um sög­um og gull­fal­leg­an texta. Til að skilja vest­ræna menn­ingu og lista­sög­una þarf maður að kunna skil á sög­um Biblí­unn­ar. Bibl­í­an á vit­an­lega að vera til á hverju heim­ili.

Biblían.
Bibl­í­an.

Pass­íusálm­arn­ir

Önnur bók sem all­ir verða að eiga. Pass­íusálm­ar Hall­gríms Pét­urs­son­ar komu fyrst út árið 1666 og hafa fylgt þjóðinni upp frá því. Þessi út­gáfa frá Crymo­geu er afar fal­lega hönnuð og með ít­ar­leg­um skýr­ing­um Marðar Árna­son­ar.

Passíusálmarnir.
Pass­íusálm­arn­ir.

Ljóðaúr­val Jónas­ar Hall­gríms­son­ar

Jón­as Hall­gríms­son er mesta skáld Íslands fyrr og síðar, um það þarf ekki að deila. Ljóð hans eru ódauðleg og þegar svo er þá eiga þau vit­an­lega heima hjá öll­um lands­mönn­um, ekki síst ferm­ing­ar­börn­um.

Ljóðaúrval Jónasar Hallgrímssonar.
Ljóðaúr­val Jónas­ar Hall­gríms­son­ar.

Íslensk­ar þjóðsög­ur

Líf og ör­lög, trú og hjá­trú, tröll, álf­ar og draug­ar. Þetta er sam­setn­ing sem get­ur ekki klikkað og hlýt­ur að falla í kramið hjá ungu fólki, sem flest nýt­ur þess að láta hræða sig.

Íslenskar þjóðsögur.
Íslensk­ar þjóðsög­ur.

Birtíng­ur eft­ir Voltaire

Það ligg­ur kannski ekki beint við að gefa Birtíng í ferm­ing­ar­gjöf, en þessi hár­beitta og kald­hæðnis­lega saga er slíkt meist­ara­verk að vel er við hæfi að kynna hana ung­menn­um. Þau eru mjög lík­leg til að heill­ast.

Birtíngur eftir Voltaire.
Birtíng­ur eft­ir Voltaire.

Ljóðasafn Steins Stein­ars

Það er hægt að full­yrða að ljóð Steins Stein­ars höfði ein­stak­lega vel til ung­linga. Þar má finna til­vist­ar­leg­ar og heim­speki­leg­ar vanga­velt­ur og sterka ein­stak­lings­hyggju ásamt skammti af sjálfs­vorkunn sem ungt fólk teng­ir mjög auðveld­lega við.

Ljóðasafn Steins Steinars.
Ljóðasafn Steins Stein­ars.

Sjálf­stætt fólk eft­ir Hall­dór Lax­ness

Auðvitað gleym­um við ekki nó­bels­skáld­inu okk­ar góða. Sjálf­stætt fólk er vit­an­lega skyldu­lesn­ing eins og all­ir sem hafa lesið þá skáld­sögu gera sér grein fyr­ir. Því er bæði rétt og skylt að halda henni að ung­menn­um.

Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.
Sjálf­stætt fólk eft­ir Hall­dór Lax­ness.

Múmí­nálfarn­ir – stór­bók eft­ir Tove Jans­son

Bæk­ur Tove Jans­son um Múmí­nálf­ana hafa verið end­urút­gefn­ar í þrem­ur stór­bók­um þannig að þið veljið hvort þið viljið gefa eina, tvær eða bara all­ar þrjár. Þess­ar skemmti­legu æv­in­týra­ver­ur í Múmín­dal hafa glatt les­end­ur um all­an heim. Bæk­urn­ar eru full­ar af hlýju, ang­ur­værð og fjöri. All­ir elska múmí­nálf­ana, líka ung­menni.

Múmínálfarnir.
Múmí­nálfarn­ir.

Litli prins­inn eft­ir Antoine de Saint-Exupéry

Þessi und­ur­fallega saga, myndskreytt af höf­und­in­um sjálf­um, er gim­steinn. Hún er í stöðugri end­ur­prent­un og hef­ur hrifið les­end­ur um all­an heim. Í henni er að finna hin fleygu orð: „Maður sér ekki vel nema með hjart­anu. Það mik­il­væg­asta er ósýni­legt aug­un­um.“ – Það er full ástæða til að taka und­ir það.

Litli prinsinn.
Litli prins­inn.

Aðgát og ör­lyndi eft­ir Jane Austen

Skáld­saga Jane Austen Aðgát og ör­lyndi smellpass­ar fyr­ir ung­ar, róm­an­tísk­ar og leit­andi sál­ir. Þarna eru eft­ir­minni­leg­ar per­són­ur sem kljást við alls kyns mis­skiln­ing en vit­an­lega fer allt vel að lok­um. Bók­ina prýða fal­lega mynd­ir.

Aðgát og örlyndi eftir Jane Austen.
Aðgát og ör­lyndi eft­ir Jane Austen.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda