Vilja banna snjallsímanotkun fyrir yngri en 16 ára

Ljósmynd/Pexels/Pixabay

Hópur foreldra sem kallar sig UsforThem hefur sett af stað sérstaka herferð gegn snjallsímanotkun unglinga og skorar á ríkisstjórn Bretlands að grípa til aðgerða og banna farsímanotkun fyrir yngri en 16 ára. 

Hópurinn óttast að ávinabindandi samfélagsmiðlaforrit geri börn annars hugar, einangruð og þunglynd. Hann leggur til að viðvörunum sé komið fyrir á umbúðir farsíma rétt eins og á umbúðir tóbaks.

„Að banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára er algjör nauðsyn. Við bönnum alls kyns hluti fyrir yngri en 16 ára: kynlíf, sígarettur, áfengi, akstur og jafnvel sumar kvikmyndir,“ segir Katharine Birbalsingh, oft kölluð „strangasti skólastjóri Bretlands“, í samtali við The Sun.

Hún telur að regluleg notkun síma og samfélagsmiðlaforrita eins og TikTok hamli hæfni barna til að læra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda