Leita að kynhlutlausu „amma og afi“

Samtökin '78 efna til nýyrðasamkeppninnar Hýryrði nú í þriðja skipti.
Samtökin '78 efna til nýyrðasamkeppninnar Hýryrði nú í þriðja skipti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldra og skammstöfun fyrir kynsegin er meðal þess sem lýst er eftir í Hýryrði, nýyrðasamkeppni Samtakanna '78.

Á vef samtakanna er kemur fram að keppnin verði nú haldin í þriðja skiptið, en þær fyrri voru haldnar árið 2015 og 2020. Í þeim keppnum urðu meðal annars til orðin eikynhneigð, dulkynja, flæðigerva, kvár og stálp.

Samfélagið þróar tungumálið

Í keppni þessa árs er lýst eftir nýyrðum fyrir sex hýryrði. Er þá leitað til samfélagsins til að þróa tungumálið og fólk beðið um að senda samtökunum tillögurnar í gegnum eyðublað á vefsíðu þeirra.

Meðal þess sem leitað er eftir er nafnorð sambærilegt orðunum amma og afi sem hægt væri að nota um kynsegin fólk.

Einnig er leitað að skammstöfun fyrir kynsegin fólk samanborið skammstöfunum kk. og kvk. sem notaðar eru fyrir karl- og kvenkyn. Bent er á að þó kynhlutlausa skammstöfunin hk. sé til þá vísi hún til hvorugkyns, sem almennt er ekki notað um fólk.

Samtökin lýsa þar að auki eftir ábendingarfornafni í eintölu sem myndi virka sem kynhlutlaus útgáfa af karl- og kvenkynsorðunum sá og sú. Þetta nýja ábendingarfornafn væri þá hægt að nota bæði þegar talað er um kynsegin einstaklinga eða þegar kyn manneskju er ekki vitað.

Leitað að þýðingu á enskum hýryrðum

Þrjú hýryrðanna sem óskað er eftir eru þýðing á enskum orðum. Þau eru femme og masc, sem bæði lýsa kyntjáningu einstaklinga og einnig þeim einstaklingum sem fólk laðast að, og orðið allosexual, sem notað er um fólk sem upplifir kynferðislega aðlöðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda