Fjölskylduráðgjafi varar við Mæðgunum

Lauren Graham og Alexis Blede léku þær Lorelai Gilmore og …
Lauren Graham og Alexis Blede léku þær Lorelai Gilmore og Rory Gilmore í þáttunum um Gilmore mæðgurnar.

Margar konur sem sinna barnauppeldi í dag horfðu á þættina Gilmore Girls eða Mæðgurnar þegar þær voru að alast upp, horfðu jafnvel á þættina með mæðrum sínum. Þegar þættirnir eru kryfjaðir kemur í ljós að samband mæðgnanna Lorelai og Rory er ekki heilbrigt. 

Fjölskylduráðgjafinn Hilary Mae fer yfir hvað var rangt við samband mæðgnanna í viðtali við vefinn Business Insider. „Þegar ég horfði á þættina aftur hugsaði ég með mér að ég ætlaði ekki að horfa á þættina með dóttur minni,“ sagði Mae en hún er sérfræðingur í sambandi mæðgna. 

Dóttir hugsar um móður

Þegar allt er eðlilegt á móðir að hugsa um dóttur sína en ekki öfugt, jafnvel á unglingsárunum. Í þáttunum er þessu öfugt farið. Er það meðal annars vegna þess að móðirin Lorelai setur ekki mörk og deilir öllu með dóttur sinni. 

Mae heldur því fram að dóttirin Rory er sú jarðtengir móður sína. Í heilbrigðari samböndum ættu þessu að vera öfugt farið.

Samskiptin eru óheilbrigð

Í þáttunum tala mæðgurnar hratt og stríða hvor annarri sem er skemmtilegt að horfa á. Í raunheimum er þetta samskiptaform ekki gott. Móðirin Lorelai vill til dæmis meina að þær mæðgur rífist ekki, það er þó ekki rétt. Þær hætta að talast við og ræða ekki vandamálin.

Fjölskylduráðgjafinn bendir á að í heilbrigðum rifrildum fái báðir aðilar að tjá sína skoðun. Einnig ættu mæður að hlusta á dætur sínar. 

Leikkonurnar Lauren Graham og Alexis Bledel sem leika aðalhlutverkin í …
Leikkonurnar Lauren Graham og Alexis Bledel sem leika aðalhlutverkin í þáttaröðinni mæðgurnar eða Gilmore Girls árið 2006. Á milli þeirra er einn framleiðandanna David Rosenthal. AFP

Fullkomið mæðgnasamband er ekki til

Þættirnir um Gilmore Girls eru auðvitað sjónvarpsefni og væru þættirnir ekki jafnskemmtilegir ef mæðgurnar hegðuðu sér fullkomlega. Fólk er heldur ekki fullkomið og ekki ein leið rétt til að eiga gott mæðgnasamband. Fjölskylduráðgjafinn Mae varar samt við því að horfa á þættina með börnum, ef mæðgur vilja gera það ættu þær að bíða með það fram á unglingsár dætra. Mae mælir þá með því að stoppa reglulega og ræða óheilbrigð samskipti þeirra Lorelai og Rory. 

Að lokum bendir hún á að móðirin Lorelai sé ekki alslæm, henni þykir augljóslega vænt um dóttur sína og styður hennar drauma. 

Mægðurnar í Gilmore Girls.
Mægðurnar í Gilmore Girls.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda