Jenna Michele segist ekki sinna börnum sínum á nóttunni. Hún segir mikilvægt að hún fái fullan nætursvefn og hefur barnfóstru sem tekur næturvaktir.
Michele kallar sig á samfélagsmiðlum „The Real Houswife of Chicago“ og borgar um 600 pund á viku fyrir næturfóstru eða um 100 þúsund krónur.
„Ég „blokka“ barnið til klukkan sjö á morgnana. Þarfir fólks eru ólíkar og maður verður að gera það sem virkar fyrir mann sjálfan,“ segir Michele á TikTok.
Michele er heimavinnandi húsmóðir en vinnur engin húsverk. Hún segir það vera fullt starf að halda sér fallegri og í formi fyrir eiginmanninn. Hluti af þeirri vinnu er að fá góðan nætursvefn og þess vegna réð hún barnfóstru til að sjá um börnin á nóttunni.
„Ég veit ekki hvernig maður skilgreinir húsmóðurstarfið en ég segi bara þetta: Ég skrifaði undir kaupmála þar sem tekið er fram að eiginmaðurinn skaffar tekjurnar og ég held mér fallegri,“ segir Michele.
„Ég fer í ræktina alla morgna, en þetta er það sem húsmæður gera. Svo fer ég á snyrtistofu og læt laga á mér augabrýrnar og vaxa efri vörina. Ég verð að gera þetta, en ég tek skilyrði kaupmálans mjög alvarlega.“