Hefðbundin kynjahlutverk nýtt tískufyrirbæri

Þær Hannah Neeleman og Nara Smith hafa notið mikilli vinsælda …
Þær Hannah Neeleman og Nara Smith hafa notið mikilli vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok. Samsett mynd/Instagram

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Hannah Neelem­an, einnig þekkt sem Ballerinafarm, hef­ur verið mikið til um­fjöll­un­ar síðustu daga eft­ir að viðtal við hana birt­ist á The Times. Hún hef­ur verið titluð sem „the qu­een of trad-wi­fes“ eða drottn­ing hinn­ar hefðbundnu eig­in­konu á ís­lensku.

Neelem­an er 34 ára og á átta börn með eig­in­manni sín­um Daniel Neelem­an. Hún komst í heim­spress­una fyrr á ár­inu þegar hún keppti í feg­urðarsam­keppn­inni ung­frú heim­ur aðeins 12 dög­um eft­ir að hafa fætt sitt átt­unda barn. 

Allt frá grunni og ekk­ert keypt

Neelm­an er með rúm­lega níu millj­ón fylgj­end­ur á In­sta­gram og tæp­lega átta millj­ón fylgj­end­ur á TikT­ok. Þar deil­ir hún ýms­um upp­skrift­um með fylgj­end­um sín­um. 

Upp­skrift­ir henn­ar hafa vakið mikla at­hygli, einkum fyr­ir það að allt sem hún eld­ar ger­ir hún al­gjör­lega frá grunni. Þau hjón­in halda úti bú­skap og eru all­ar dýra­af­urðir þeirra frá þeirra eig­in skepn­um. Það sama má segja um allt græn­meti og alla ávexti en þau rækta flest­ar sín­ar afurðir heima hjá sér.  

Neelem­an sýn­ir iðulega frá því þegar hún fer út að mjólka kýrn­ar sín­ar og nýt­ir svo mjólk­ina til mat­ar­gerðar, eins og sjá má hér að neðan.

Ný tísku­bylgja?

Önnur sam­fé­lags­miðlastjarna, Nara Smith, hef­ur notið mik­illi vin­sælda und­an­farna mánuði.

Smith er 22 ára og á þrjú börn með eig­in­manni sín­um Lucky Blue Smith. Hún er með tæp­lega níu millj­ón fylgj­end­ur á TikT­ok þar sem hún deil­ir upp­skrift­um með fylgj­end­um sín­um. Þá býr hún til ótrú­leg­ustu hluti frá grunni og má þar nefna tann­krem, sól­ar­vörn, gúmmí bangsa og margt fleira. 

Fjölda fólks hef­ur lýst yfir áhyggj­um sín­um af því að hefðbund­in kynja­hlut­verk séu orðin að tísku­fyr­ir­bæri en bæði Neelem­an og Smith eru heima­vinn­andi og hugsa um börn­in á meðan eig­in­menn þeirra eru úti­vinn­andi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda