Hefðbundin kynjahlutverk nýtt tískufyrirbæri

Þær Hannah Neeleman og Nara Smith hafa notið mikilli vinsælda …
Þær Hannah Neeleman og Nara Smith hafa notið mikilli vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok. Samsett mynd/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Hannah Neeleman, einnig þekkt sem Ballerinafarm, hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu daga eftir að viðtal við hana birtist á The Times. Hún hefur verið titluð sem „the queen of trad-wifes“ eða drottning hinnar hefðbundnu eiginkonu á íslensku.

Neeleman er 34 ára og á átta börn með eiginmanni sínum Daniel Neeleman. Hún komst í heimspressuna fyrr á árinu þegar hún keppti í fegurðarsamkeppninni ungfrú heimur aðeins 12 dögum eftir að hafa fætt sitt áttunda barn. 

Allt frá grunni og ekkert keypt

Neelman er með rúmlega níu milljón fylgjendur á Instagram og tæplega átta milljón fylgjendur á TikTok. Þar deilir hún ýmsum uppskriftum með fylgjendum sínum. 

Uppskriftir hennar hafa vakið mikla athygli, einkum fyrir það að allt sem hún eldar gerir hún algjörlega frá grunni. Þau hjónin halda úti búskap og eru allar dýraafurðir þeirra frá þeirra eigin skepnum. Það sama má segja um allt grænmeti og alla ávexti en þau rækta flestar sínar afurðir heima hjá sér.  

Neeleman sýnir iðulega frá því þegar hún fer út að mjólka kýrnar sínar og nýtir svo mjólkina til matargerðar, eins og sjá má hér að neðan.

@ballerinafarm

I’ve been on a sheep’s milk ice cream kick. The milk is so creamy that I don’t have to add additional cream and I love that. However, we did add in some homemade apple pie and homemade maraschino cherries on top! It was what summer dreams are made of. 🍒 🐑 🥚

♬ If I Had You - The Benny Goodman Sextet

Ný tískubylgja?

Önnur samfélagsmiðlastjarna, Nara Smith, hefur notið mikilli vinsælda undanfarna mánuði.

Smith er 22 ára og á þrjú börn með eiginmanni sínum Lucky Blue Smith. Hún er með tæplega níu milljón fylgjendur á TikTok þar sem hún deilir uppskriftum með fylgjendum sínum. Þá býr hún til ótrúlegustu hluti frá grunni og má þar nefna tannkrem, sólarvörn, gúmmí bangsa og margt fleira. 

Fjölda fólks hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að hefðbundin kynjahlutverk séu orðin að tískufyrirbæri en bæði Neeleman og Smith eru heimavinnandi og hugsa um börnin á meðan eiginmenn þeirra eru útivinnandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda