Magnús Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir eignuðust sitt annað barn, dóttur, saman þann 31. júlí síðastliðinn. Fyrir eiga þau soninn Sigurbjörn sem er rúmlega tveggja ára gamall.
Stúlkan kom í heiminn á afmælisdegi afa síns, Sigurbjörns Magnússonar lögmanns.
Parið tilkynnti um komu stúlkunnar á Instagram nýverið.
„Magnúsdóttir. Þessi sæta og fína skvísa kom í heiminn miðvikudaginn 31. Júlí kl. 8:05. Hún var 51 cm og 3,6 kg (14,4 merkur). Öllum heilsast vel og við getum ekki hætt að dást að henni,“ skrifuðu þau við færsluna.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðherra, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gærdag að hún hefði eignast litla frænku.
„Hjartað mitt stækkaði þegar ég fékk litlu bróðurdóttur mína í fangið. Hún ætlar augljóslega að sigra heiminn og ég mun gera allt fyrir þessa stelpu eins og Sigurbjörn stóra bróður hennar.
Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!