Magnús og Aðalbjörg eignuðust dóttur

Magnús og Aðalbjörg eignuðust dóttur.
Magnús og Aðalbjörg eignuðust dóttur. Samsett mynd

Magnús Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir eignuðust sitt annað barn, dóttur, saman þann 31. júlí síðastliðinn. Fyrir eiga þau soninn Sigurbjörn sem er rúmlega tveggja ára gamall.

Stúlkan kom í heiminn á afmælisdegi afa síns, Sigurbjörns Magnússonar lögmanns.

Parið tilkynnti um komu stúlkunnar á Instagram nýverið.

„Magnúsdóttir. Þessi sæta og fína skvísa kom í heiminn miðvikudaginn 31. Júlí kl. 8:05. Hún var 51 cm og 3,6 kg (14,4 merkur). Öllum heilsast vel og við getum ekki hætt að dást að henni,“ skrifuðu þau við færsluna. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpn­ar­ráðherra, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gærdag að hún hefði eignast litla frænku. 

„Hjartað mitt stækkaði þegar ég fékk litlu bróðurdóttur mína í fangið. Hún ætlar augljóslega að sigra heiminn og ég mun gera allt fyrir þessa stelpu eins og Sigurbjörn stóra bróður hennar.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju! 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda