Óaðlaðandi menn hafa ofurtrú á sjálfum sér

Vladimir Putin.
Vladimir Putin. RIA Novosti

Sumir karlmenn þurfa ekki annað en að lyfta litla fingri til að ná sér í konu. Hinum, sem hafa ekki endilega útlitið með sér, vegnar þó oft ekkert síður í kvennaleitinni því ofurtrú þeirra á eigið ágæti bætir upp það sem á vantar hið ytra. Vísindamenn hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að skýringin á þessu gæti legið í þróun mannskepnunnar, menn hafi þróað með sér þennan aðlögunarhæfileika að ofmeta eigið útlit og kynþokka til að koma í veg fyrir að draumakonan gangi þeim úr greipum.

Fram kemur í The Telegraph að þessi ofmetnaður verði til þess að óaðlaðandi menn fyllist oft sjálfstrausti og hiki ekki við að gera hosur sínar grænar fyrir stórglæsilegum konum, enda hafi þeir litlar áhyggjur af því að vera hafnað. Rannsóknin, sem birtist í Psychological Science journal, gæti hjálpað til við að útskýra þá ráðgátu hvers vegna svo margir menn gangi með þá grillu í höfðinu að þeir séu ómótstæðilegir og allar konur séu á eftir þeim.

Alvaro Perez.
Alvaro Perez. HEINO KALIS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda