Er meðvirknin að eyðileggja líf þitt?

Langar þig að vinna bug á meðvirkni?
Langar þig að vinna bug á meðvirkni? Ljósmynd/Lausnin

Áttu í erfiðleikum með samskipti við maka þinn, börnin þín, vinina, kunningjana eða vinnufélagana? Ertu óþolinmóð, stjórnsöm, óörugg, með minnimáttarkennd, að drepast úr ráðríki og áttu það til að grípa til ofbeldis? Fyrrnefnda hegðun má í langflestum tilfellum rekja til uppeldis okkar, til vanvirks háttalags sem kallað er meðvirkni.

Meðvirkni er vandamál sem flestir Íslendingar þekkja frá eigin hendi. Lengi vel var litið svo á að meðvirkni tengdist nær eingöngu aðstandendum áfengissjúklinga en staðreyndin er önnur. Meðvirkni verður til í æsku og myndast við langvarandi vanvirkar aðstæður. Ef foreldrar okkar hafa verið óhamingjusamir, óþroskaðir, skapstórir, stjórnsamir, þunglyndir, óþolinmóðir eða búið við erfiðleika vegna veikinda nákomins ættingja verða til kjöraðstæður fyrir meðvirkni. Skilnaður foreldra getur leitt til meðvirkni. Allt þetta og ýmislegt fleira gerir það að verkum að sjálfstraust og sjálfsmat barns verður skert.

Kjartan Pálmason og Percy Stefánsson ætla að leiðbeina fólki á helgarnámskeiði um meðvirkni. Þar verður algengum spurningum svarað eins og:

  • Hvað er meðvirkni?
  • Hvernig verður meðvirkni til?
  • Hvernig hefur meðvirknin áhrif á líf okkar í dag?
  • Hverjir verða meðvirkir?
  • Hvernig get ég unnið með meðvirkni mína?
  • Hvernig get ég bætt samskipti mín við aðra eins og maka, börn, vini og fjölskyldu?
  • Hvernig get ég lært betur að stjórna tilfinningunum mínum?
  • Hvernig læri ég að setja heilbrigð mörk?

HÉR eru allar nánari upplýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda