Vertu betri manneskja á 21 degi

Árelía Eydís Guðmundsdóttir.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir.

„Nú er tími til að gera það sem hægt er að gera í stað þess að einblína á það sem þarf að laga. Hugsa sér allt sem er mögulegt á þessu herrans ári. Nýjar hugsanir, ný ævintýri og ný ferðalög, nýjar hugmyndir um sjálfa þig.

Ég hef oft sett sömu markmið og finnst þá stundum eins og það sé fáránlegt að setja þau aftur nema mér hafi tekist að ná þeim. Hugsanir eins og „þetta er tilgangslaust, ég er búin að reyna svo oft ...“ fara á kreik. Þá minni ég mig á eftirfarandi tilvitnun sem ég einhvers staðar tíndi upp: „Okkar stærsta stund er ekki það að tapa aldrei heldur að rísa upp eftir hvern ósigur.“ Persónuleg breyting, hvort sem maður vill skipta um vinnu eða hætta að reykja, skrifa bók, auka hreyfingu eða létta sig, er langtíma þróun sem maður stjórnar ekki alltaf með stífu tímaplani,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir. 

Í síðustu viku kenndi hún hópi sem hún sem hún kenndi síðast fyrir ári. „Við vorum að tala um vana og vanabundna hegðun þegar einn nemandinn sagði að hann hefði farið að ráði mínu þegar hann hóf líkamsrækt. Ég hrökk í kút því ég á það til að ráðleggja eitt í dag og annað á morgun og mundi ekkert hvað ég hafði lagt til! Nemandi minn hafði fengið sér einkaþjálfara og eftir að hafa heyrt mig tala um að það tæki tuttugu og einn dag að festa ákveðna hegðun í sessi ákvað hann að fara í ræktina á hverjum degi í tuttugu og einn dag. Á hverjum degi! „Eftir að ég fór á hverjum degi í tuttugu og einn dag þá var ekkert mál og svo létt að fara í kjölfarið bara þrisvar í viku,“ sagði viðkomandi sem hefur stundað sína líkamsrækt þrisvar í viku, í eitt og hálft ár síðan,“ segir Árelía Eydís og viðurkennir að hún hafi verið sniðug í ráðleggingum. Það er hægt að breyta vanabundinni hegðun á tuttugu og einum degi. Ég er að hugsa um að byrja á því að vera GREAT á hverjum degi í tuttugu og einn dag.“

G - gefa af sér (e. give)

R - reyna að tengjast öðrum (e. relate)

E - elska að hreyfa sig (e. exchercise)

A - athygli (e. attent to the world around)

T - tosast í eitthvað nýtt (e. try someting new)

Hvað vilt þú gera í tuttugu og einn dag?

HÉR er hægt að lesa pistla Árelíu Eydísar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda