5 leiðir til að velja réttan „karríer“

Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, höfundur bókarinnar Á réttri hillu, segir að fólk þurfi að fylgja hjartanu þegar það ákveður hvað það ætlar að verða þegar það verður stórt.

„í fyrsta lagi er mikilvægt að velta fyrir sér - hverju hefur þú ástríðu fyrir? Hverju hefur þú haft áhuga á síðan þú varst barn? Hver er köllun þín? Hvaða bíómyndir, bækur, þættir og tímarit kveikja hjá þér áhuga? Hvað gætir þú talað um út í hið óendalega. Hvaða fög fannst þér skemmtilegust í skóla? Hvað finnst þér svo létt að gera að þú myndir aldrei kalla það vinnu?

Í öðru lagi - skaltu leita að framtíðar „trendum“, lesa þér til og gúggla, rannsaka og greina hvaða starfstéttir munu verða ráðandi eða eru að koma inn á vinnumarkað. Við vitum að líftækniiðnaður er vaxandi, matvælaiðnaður og framleiðsla, ferðamálaþjónusta. Hátækniiðnaðurinn mun áfram vera vaxandi og eins og orkuiðnaðurinn. Afþreyingariðnaðurinn mun blómstra og menntun verður mikilvægari og fleiri sækja sér menntun, öldrunarfræði er vaxandi grein. Góðir greinendur og þeir sem eru skapandi, á öllum sviðum, munu lifa góðu lífi og þeir sem eru í gagnasöfnun og kunna að greina gagnasöfn. Kíktu á þetta og þú munt verða hissa hvað það er dásamlegt úrval af komandi störfum,“ segir Árelía Eydís í nýjasta pistli sínum. Hún segir að það skipti máli að fólk sé ófeimið við að gera mistök. 

„í þriðja lagi, ekki vera feimin við að gera mistök. Heimurinn ferst ekki ef þú byrjar í námi sem þú síðan finnur þig ekki í. Reglan er að maður þarf að prófa sig áfram og vita hvað maður vill EKKI til að finna hvað maður vill.

í fjórða lagi, stór hluti af okkur, veit hvort sem er aldrei hvað hann vill verða þegar hann er orðin stór og heldur áfram að leita fram eftir allri ævi.

í fimmta lagi lestu þér til um námsval og farðu í eins mörg manngerðapróf og persónuleikapróf og þú mögulega getur. Já og lestu bókina: Á réttri hillu :-) - og aðrar bækur sem fjalla um sambærilegt efni. Þú þarft að leggja á þig smá rannsóknavinnu til að geta tekið svona mikilvæga ákvörðun.“ 

HÉR er hægt að lesa pistla Árelíu Eydísar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda