Níu leiðir til að vera meistari á fyrsta stefnumóti

mbl.is/AFP

Þegar þú ferð á fyrsta stefnumót er ekki nóg að bursta tennurnar og setja á sig svitalyktareyði. Á vef Oprah Winfrey má finna níu leiðir sem þú getur farið eftir til að verða meistari á fyrsta stefnumóti.

Þú verður að vita hvert þú ert að fara með sambandið. Ert þú að leita að einhverjum sem er tilbúin/n til að ferðast um heiminn með þér? Eða ertu bara að leita að skemmtilegri áskorun? Vertu með þessa hluti á hreinu áður en þú ferð á stefnumótið svo að þú endir ekki með því að brjóta einhver hjörtu eða þitt eigið hjarta.

Ekki ganga of langt í því að njósna um viðkomandi á netinu. Þú verður að vita hvenær þú ert búin/n að sjá nóg. Ekki skoða hverja einustu týpu sem einstaklingurinn er með á mynd. Farðu í eilítinn njósnaleiðangur áður en þú hittir einstaklinginn en reyndu að lesa bara fyrsta kaflann. Það er bara vandræðalegt ef þú ferð að spyrja út í eldgamlar umræður sem þú fannst um viðkomandi á Facebook.

Veldu flottan veitingastað. Ekki fara með deitið á bara einhvern veitingastað, hugsaðu málið áður og ímyndaðu þér ykkur á staðnum. Það verður að vera rétt andrúmsloft á staðnum og vertu viss um að þú þekkir ekki annan hvern mann sem gengur inn svo að þú þurfir ekki að kynna deitið þitt fyrri öllum. Það getur verið óþægilegt fyrir alla.

Reyndu að segja skemmtilegar sögur. Þér dauðleiðist að segja frá vinnunni þinni og hinum aðilanum finnst ennþá leiðinlegra að hlusta á það. Vertu tilbúin/n með einhverjar góðar sögur sem láta þig líta út fyrir að vera áhugaverð týpa. Ekki enda á því að þurfa spyrja hver uppáhaldslitur viðkomandi sé af því að það er óþægileg þögn við borðið.

Breyttu spurningunum svo að þær verði áhugaverðari. Í stað þess að segja: „Áttu einhver systkini?“ Spurðu frekar: „Hvert var skemmtilegasta ferðalagið sem þú fórst í sem barn?“ Einnig gætir þú í stað þess að spyrja: „Hver er uppáhaldsveitingastaðurinn þinn?“ spurt: „Hver er besta máltíð sem þú hefur fengið þér síðustu sex mánuði?“

Einnig gætir þú unnið með: „Hvað er það skrítnasta sem ég gæti fundið á vinnustaðnum þínum?“

Ekki hanga í símanum. Til að vera kurteis og forðast það að síminn pípi endalaust með spurningum vina þinna: „Hvernig gengur? Er gaman?“ Það er betra að slökkva á símanum eða setja hann á þögn. Það er hins vegar allt í lagi ef deitið þitt er aðeins að vesenast í símanum. Ef til vill er viðkomandi bara eilítið stressaður. Bíddu þar til á allavega öðru stefnumóti með það að sýna hversu háð/ur þú ert símanum.

Vertu afslöppuð/afslappaður. Þrátt fyrir að þú sért með smá skjálfta og stressuð/aður þá er það allt í lagi og fullkomlega eðlilegt. Sláðu bara hlutunum upp í grín og ef þú ætlar að kyssa viðkomandi á kinnina en endar óvart á munninum skaltu ekki fara í kerfi. Vertu bara hress og sláðu þessu upp í grín. Mundu bara að viðkomandi er að einbeita sér að kostum þínum en er ekki að dæma þig af göllum.

Þú mátt segja NEI. Það er allt í lagi að segja að þú viljir ekki fara á annað stefnumót með viðkomandi. Kannski var stefnumótið ömurlegt en vonandi getur þú sagt góðar sögur af því seinna meir. Vertu hreinskilin/n og segðu bara það sem þér býr í brjósti án þess að særa viðkomandi mikið. Þú gætir til dæmis sagt: „Ég held að þetta sé ekki eitthvað sem ég er að leita eftir,“ eða: „Ég er ekki tilbúin/n í þetta núna.“ Lokaðu svo á viðkomandi á Facebook.

Ekki brjálast strax. Slakaðu á. Ekki fara strax að hugsa hvort þú viljir giftast viðkomandi. Byrjaðu á því að hugsa hvort þú viljir fá þér eftirrétt með viðkomandi. Það er allt í lagi að kynnast rólega. Þú þarft ekki að ákveða neitt strax. Kannski er þetta sú eina rétta eða sá eini rétti fyrir þig. Ekki dæma viðkomandi strax.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda