Ný könnun sem gerð var af rannsakandanum Kevin Dutton sem skrifaði bókina The Wisdom of Psychopaths: What Saints, Spies and Serial Killers Can Teach Us About Success leiddi í ljós að sumar starfsgreinar eru líklegri til að laða að sér siðblinda einstaklinga og þá sem eru veikir á geði en aðrar starfsgreinar.
Dutton bendir á að siðblindir og einstaklingar sem eru veikir á geði eru ekki bara fjöldamorðingjarnir eins og þeir sem við sjáum í kvikmyndum.
Samkvæmt heimildum The Week komst Dutton að því að framkvæmdastjórastöður séu líklegastar til að draga að sér siðblinda einstaklinga og einstaklinga sem eru veikir á geði. Einnig voru þessir einstaklingar líklegir til að verða lögfræðingar eða vinna í sjónvarpi eða útvarpi en það var þriðja líklegast.
Blaðamannastéttin var í sjötta sæti yfir þau störf sem að siðblindir einstaklingar sækja í á eftir lögreglumönnum og á undan skurðlækningum.
Dutton tók einnig saman lista yfir þau störf sem heilluðu ekki einstaklinga sem eru veikir á geði. Hjúkrunarstörf, læknastörf (fyrir utan skurðlækni), kennarastarf eða meðferðasálfræðingar voru á meðal þeirra starfa sem að heilluðu ekki.
Það mætti því draga þá ályktun af niðurstöðum Duttons að þau störf sem einstaklingarnir eru með mikil völd séu eftirsóknarverð fyrir siðblinda einstaklinga.