Hvernig myndi Elvis Presley líta út í dag?

Elvis Presley lést árið 1977. Hann var oft nefndur konungur …
Elvis Presley lést árið 1977. Hann var oft nefndur konungur rokksins en hann sló fyrst í gegn árið 1956 þá 21 árs gamall og varð skjótt skærasta stjarna rokk og róls. Hann lést 42 ára gamall eftir of stóran skammt af lyfjum. Ljósmynd/Sachsmedia

Hvernig ætli ýmsar rokkstjörnur litu út í dag ef þær hefðu ekki látist fyrir aldur fram? Sach Media Group og fyrirtækið Phojoe leiddu saman hesta sína og endurgerðu með myndatækni andlit nokkurra stjarna. Myndirnar sýna hvernig þessar rokkstjörnur myndu mögulega líta út í dag. 

Með þessu vilja fyrirtækin heiðra minningu listamannanna og kynna yngri kynslóðir fyrir þessum áhrifamiklu einstaklingum og halda minningu þeirra á lofti. Myndirnar eru mjög raunverulegar og vel gerðar.

Kurt Cobain lést árið 1994. Hann er talinn einn af …
Kurt Cobain lést árið 1994. Hann er talinn einn af bestu tónlistarmönnum tíunda áratugarins. Söngvarinn, gítarleikarinn og lagahöfundurinn Cobain leiddi rokkhljómsveitina Nirvana sem gaf út plötunna Nevermind sem sló í gegn um allan heim. Árið 1991 kom frægasta lag Nirvana út og heitir það Smells Like Teen Spirit og önnur fræg lög eftir hann eru til dæmis About A Girl, Come As You Are, Lithium og Rape Me. Hann fyrirfór sér aðeins 27 ára gamall. Ljósmynd/Sachsmedia
Janis Joplin lést árið 1970. Hún var talin óvenjuleg blússöngkona …
Janis Joplin lést árið 1970. Hún var talin óvenjuleg blússöngkona sem veitti mörgum innblástur í tónlistariðnaðinum og gerir enn þann dag í dag. Hún var aðalsöngkona Big Brother and the Holding Company. Önnur plata sveitarinnar Cheap Thrills varð vinsæl um allan heim er hún kom út. Hún lést af of stórum skammti eiturlyfja 27 ára gömul. Ljósmynd/Sachsmedia
John Lennon lést árið 1980 en hann var dáður tónlistarmaður …
John Lennon lést árið 1980 en hann var dáður tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann er einna þekktastur sem stofnandi og meðlimur Bítlanna. Lennon lést með sviplegum hætti er hann var aðeins 40 ára gamall þegar hann var skotin fjórum skotum í bakið fyrir utan Dakota bygginguna í New York. Ljósmynd/Sachsmedia
Karen Carpenter lést árið 1983. Hún var fædd í Bandaríkjunum …
Karen Carpenter lést árið 1983. Hún var fædd í Bandaríkjunum en hún ásamt bróður sínum Richard Carpenter stofnuðu hljómsveitina Carpenters. Hún var ástsæl söngkona og trommuleikari en þau saman gáfu út vinsæla slagara eins og Close to You, We‘ve Only Just Begun og Top of the World. Karen Carpenter lést aðeins 32 ára gömul en hún glímdi við átröskunarsjúkdóma sem að lokum drógu hana til dauða en hún fékk hjartaáfall sem var rakið til átröskunarsjúkdómanna. Ljósmynd/Sachsmedia
Jimi Hendrix lést árið 1970. Hann var söngvari, lagasmiður og …
Jimi Hendrix lést árið 1970. Hann var söngvari, lagasmiður og gítarleikari en hann var þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar. Hann lést eftir að hafa tekið inn svefnlyf með sterku áfengi aðeins 27 ára gamall. Ljósmynd/Sachsmedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda