Mömmustrákar standa sig betur

Victoria Beckham með syni sínum Romeo Beckham.
Victoria Beckham með syni sínum Romeo Beckham. Ljósmynd/AFP

Fyrir flestar konur er það algjört slökkvelsi (turn-off) þegar karlmenn eru mjög háðir mæðrum sínum. Ótrúlegt en satt ættu konur að hugsa sig tvisvar um áður en þær afhenda mömmustrákum reisupassann því í rannsókn sem gerð var af Harvard-háskólanum kemur fram að mömmustrákar standi sig betur í lífinu.

Mömmustrákar eru líklegri til að standa sig betur í vinnunni en þeir karlmenn sem eru ekki nánir mæðrum sínum samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsóknin kallast Grant study en miðað er að því að rannsaka hvað það er sem gerir karlmenn ánægða í lífinu.

Rannsóknin hófst árið 1938 og er enn í gangi. Þátttakendur eru 268 karlkyns háskólastúdentar sem fylgt hefur verið eftir frá unga aldri. Hafa þeir verið metnir á tveggja ára fresti. Þetta er ein lengsta og nákvæmasta rannsókn sem framkvæmd hefur verið í sögunni samkvæmt heimildum Daily Mail.

Á meðan niðurstöðurnar leiða í ljós að persónuleiki okkar breytist og hugsun okkar þroskast með árunum er einn þáttur úr bernsku okkar sem viðist þrauka í gegnum fullorðinsárin.

Karlmenn sem voru  í nánu sambandi við mæður sínar voru hvað eftir annað að vinna sér inn meiri peninga en þeir sem voru ekki í tengslum við mæður sínar.

Launamunurinn var heldur ekki smávægilegur en þeir karlmenn sem voru  ekki nánir mæðrum sínum unnu sér inn að meðaltali 10 milljónum minna á ári en þeir sem voru mömmustrákar.

Þessi launatala var hjá karlmönnunum þegar þeir voru á hátindi launaferilsins - yfirleitt á aldrinum 55-60 ára gamlir.

Sterkur strengur á milli mæðgina reyndist einnig koma í veg fyrir elliglöp á eldri árum.

Það var einnig áhugavert að sjá að það var engin svörun á milli góðra tengsla í bernsku við feður karlanna og árangur þeirra í starfi.

Angelina Jolie og sonurinn Maddox.
Angelina Jolie og sonurinn Maddox. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda