Þarftu „pung“ eða hvað?

Árelía Eydís Guðmundsdóttir.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands lendir oft í vandræðum þegar hún keyrir á milli staða með börnin sín því þau vilja aðallega hlusta á útvarpsstöðvar sem eru ætlaðar ungmennum. Hún játar að hún hafi gaman að nýjustu lögunum en stundum þarf hún að slökkva á útvarpinu því orðaforðinn ætti að vera bannaður innan 16 ára.

„Stundum þarf ég að slökkva á tækinu því umræðuefnið eða orðaforðinn er bannaður inn á sextán í mínum bíl en oftast hækka ég í tónlistinni og við syngjum eð Jay-Z, eða Jennifer, Eninem og fleirum.

Eitt sem ég hef tekið eftir er að þáttastjórnendur eru flestir karlkyns og þeim er gjarnt á að spyrja hvort annann þessara spurningar „Ertu með pung - eða?“ Ég hef lagt mig fram um að skilja spurninguna því ég hélt í einfeldni minni að allar karlkyns lífverur væru með pung. Eins og ég skil þetta þá vísar þessi spurning til þess hvort þeir séu hugrakkir eða karlmannlegir eða þori? Ég er ekki viss. Ég veit þó að það er mikilvægt að hafa hugrekki en ég held að það eigi við um bæði kynin. Eftir að hafa legið á netmiðlum í hálfan dag um daginn, þegar ég var að fresta því að byrja að skrifa fræðilega grein, hugsaði ég með mér hvort að það væri kannski auðveldara að vera með pung. Netmiðlar eru fullir af allra handa upplýsingum um hvernig hægt er að breyta sér, bæta sig, verða fullkomnari og allt á nýju ári. Allir eru sammála um að það sé til betri leið að því að verða fullkomnari. Mér sýnist (án vísindalegrar athugunar) að oftast sé lögð áhersla á útlit kvenna en heilsufar karla. Gömul saga en ekki ný,“ segir Árelía Eydís og heldur áfram:

„Kannski þurfum við að hafa pung til þess að finnast við vera ágæt eins og við erum og hugrekki til að skoða okkur sjálf með umhyggju. Hafa pung til að stefna að því njóta hversdagsins enn betur í hinum hversdaglega janúarmánuði. Án þess að vera með brjálað samviskubit yfir því að vera svona. Bara svona. Síðan er alveg hægt að finna leið til þess að gefa sköpunarkrafti og gleði útrás með því að elda dýrindis mat eða hreyfa sig - svona rétt eins og í febrúar og mars og ágúst. Pung, til þess að horfa fram hjá keppnum í hinu og þessu og hugsa bara „ég er með pung (eða píku)“ til að velja mína leið. Þarf ekki frægð eða að vinna neitt, þannig fæst ekki hin svokölluð hamingja. Hlusta bara á Eninem syngja „the monster“ sem fjallar um þrá hans eftir frægð en hvernig uppfylling á þrá hans eða frægðin blés upp egó hans. „What  I gave up to get was bittersweet, it was like winning a huge meet, ironic because I think I am getting so big, I need a shrink“ ... Lauslega þýtt; það sem ég fórnaði var sætt sem er kaldhæðnisleg þar sem ég held ég þurfi sálfræðing. Viðlagið talar um að vingast við skrýmslið undir rúminu og skrýmslið inni í hausnum á manni.“

HÉR er hægt að lesa pistilinn í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda