Meredith Haberfeld er framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Meredith Haberfeld Coaching. Hún starfar sem markþjálfi, en hún hefur meðal annars verið markþjálfi framkvæmdastjóra JPMorgan Chase, Credit Suisse og World Health Organization. Á vefsíðunni Cosmopolitan gefur hún upp fimm leiðir að því að vera frábær stjórnandi.
1. Reyndu að stjórna. Finndu tækifæri þar sem þú getur verið leiðandi í hópi fólks. Búðu til hóp og stjórnaðu einhverju verkefni, eða stjórnaðu sjálfboðaliðum – gerðu allt sem þú gætir lært eitthvað af.
2. Settu þér markmið. Búðu til veggspjald með myndum af fyrirmyndum þínum, og skrifaðu niður hvernig þú ætlar að ná markmiðum þínum. Reyndu að vinna að markmiðum þínum, svo að leiðbeinendur þínir sjá þig blómstra.
3. Komdu sjálfri/um þér á óvart. Hugsaðu um hvað það er sem þú getur gert til að reyna á þig, áður en þú ferða að hugsa um hvað þú heldur að annað fólk vilji fá frá þér. Þegar við reynum að vinna að því að vera stolt af því sem við gerum sjálf, þá getum við gert ótrúlega hluti ef okkur tekst það.
4. Skrifaðu lista upp í þrjá. Skrifaðu niður nöfnin á þeim þremur leiðtogum, stjórnendum, sem þér finnst veita þér mestan innblástur, skrifaðu svo niður af hverju þér finnst þessir einstaklingar bera af. Settu listann á áberandi stað sem þú sérð á hverjum degi, til að minna þig á markmið þín á hverjum degi.
5. Ekki tala út í loftið. Taktu þinn tíma í að virkilega hugsa um það sem þú ætlar að segja, áður en þú ferð að fylla upp í einhverja þögn. Þú verður öruggari fyrir vikið og áhrifameiri.