Geta keypt sér viðtöl í „100 áhrifamestu konurnar 2014“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA.

Smartland Mörtu Maríu hefur undir höndum tölvupóst sem áhrifakonu barst frá auglýsingastjóra Frálsrar verslunar vegna árlegrar útgáfu á blaði um 100 áhrifamestu konur 2014. Þar kemur fram að hægt sé að kaupa sér viðtal í blaðið. 

„Við erum að vinna blaðið Áhrifamestu konurnar 2014“ hjá Frjálsri verslun og ætlum að gefa það út um miðjan júní. Kvennablaðið er eitt vinsælasta blað ársins og í tíunda skiptið sem það kemur út. Af því tilefni verðum við með glæsilegt afmælisblað.

Við bjóðum upp á „tveir fyrir einn“ tilboð, þ.e. ef keypt er heilsíðuauglýsing þá fylgir heilsíðuviðtal í kaupbæti. Verðið er 127.000 + vsk.  Einnig er möguleiki á að kaupa opnuviðtal með eða án auglýsingar, sbr. meðfylgjandi verðskrá.

Tilhögun er þannig að blaðamaður tekur viðtal og ljósmyndari Frjálsrar verslunar annast myndatöku. Viðtöl þurfa að vera farin í gang fyrir 6. júní og auglýsingaskil eru 13. júní.  Auglýsingastærð er 210 x 290mm + 3mm.

Hefðirðu áhuga á að vera með í blaðinu?“ segir í tölvupósti sem Smartland Mörtu Maríu hefur undir höndum. 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir að það sé ekki í lagi að konur geti keypt sér umfjöllun í blaðinu. 

„Þessi aðferðafræði Frjálsrar verslunar er ekki ný af nálinni. Frjáls verslun ásamt mörgum öðrum fjölmiðlum hafa boðið fyrirtækjum, körlum og konum umfjallanir, viðtöl og auglýsingar um margra ára skeið. Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef frá Frjálsri verslun er hér ekki um að ræða að neinn kaupi sig inn á topp 100-listann, en hins vegar er áhugavert að heyra hvernig og hverjir standa að valinu,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: 

„Sérstakt árlegt blað um konur er hins vegar að verða tímaskekkja að mínu mati.  Allir fjölmiðlar eiga á öllum stundum að fjalla um bæði kynin og hugsa þá út fyrir rammann með nálganir ef núverandi nálganir kalla á stöðuga umfjöllun um bara annað kynið.“

HÉR má sjá „100 áhrifamestu konurnar 2012“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda