Á hund í framtíðardraumum sínum

Bergþóra Benediktsdóttir vonast til að komast sem mest í sund, …
Bergþóra Benediktsdóttir vonast til að komast sem mest í sund, fjölskyldufaðmlög og happy hour með vinum inn á milli skemmtilegra vinnudaga í sumar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Bergþóra Benediktsdóttir er 29 ára gömul og starfar sem mannauðsstjóri hjá Plain Vanilla. Hún hefur búið í nokkrum löndum yfir ævina en uppáhaldslandið hennar er Tansanía, en þar dvaldi hún fyrir tveimur árum síðan, og getur ekki beðið eftir að komast þangað aftur. Hún horfir lítið á sjónvarp, en hlustar aftur á móti á útvarp og podköst linnulaust.
Ertu búin að skipu­leggja sum­arið? Það sem var skipulagt er nú þegar komið og farið. Ég fór á femíníska risaráðstefnu í Malmö í byrjun júní og eyddi síðustu viku á Vestfjörðum í smá hleðslu. Hvorttveggja var endurnærandi og núna vona ég að ég komist bara sem mest í sund, fjölskyldufaðmlög og happy hour með vinum inn á milli skemmtilegra vinnudaga.
Hvert er uppáhaldslandið þitt/borgin þín? Ég eyddi frekar löngum tíma í Tansaníu fyrir tveimur árum og landið sigraði mig algjörlega. Ég get ekki beðið eftir að komast þangað aftur.
Værir þú til í að búa einhversstaðar annarsstaðar en á Íslandi? Já. Ég hef búið í nokkrum löndum fram að þessu, núna síðast í Suður-Frakklandi. Ég á það til að vera frekar eirðarlaus og það brýst oft fram í því að ég tek ákvörðun um að flytja á milli landa. Ég efast ekki um að ég eigi eftir að eyða þónokkrum árum í viðbót erlendis.
Ertu dugleg að elda? Já, ég elska að elda - sérstaklega fyrir annað fólk. En ég get líka verið fáránlega nægjusöm og borða til dæmis mjög gjarnan kartöflur eða cheerios í kvöldmat ef ég þarf bara að hugsa um sjálfa mig.
Prjónar þú? Nei, það geri ég svo sannarlega ekki.
Horfir þú mikið á sjónvarp? Alveg afspyrnulítið. En ég hlusta aftur á móti á útvarp og podköst linnulaust. Uppáhalds podkastið mitt heitir The Moth og ég er alltaf að reyna að troða því upp á fólk.
Áttu gæludýr? Nei. En ég á alltaf hund í framtíðardraumum mínum. Sorrí mamma.
Hver er draumurinn? Að Ísland skapi hvetjandi viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtæki sem reiða sig á hugvit, Tom Waits haldi tónleika í Gamla bíói, útisundlaugin hjá Sundhöllinni verði tilbúin 2015 en ekki 2017 og að ég verði heilsuhraust, glöð og fáist áfram við krefjandi og skemmtileg verkefni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda