24.júlí er happadagurinn

Ljósmynd/Wikipedia

Nýj­asta stjörnu­spá stjörnu­spek­ings­ins vin­sæla Sus­an Miller fyr­ir júlí­mánuð er áhuga­verð og verð þess að lesa yfir. Júlí­mánuður verður full­ur af spenn­andi at­b­urðum og uppá­kom­um. Happa­dag­ur flestra stjörnu­merkj­anna fyr­ir júlí­mánuð er 24.júlí.

Hrút­ur. Þetta verður besti mánuður árs­ins fyr­ir hrút­inn. Mánuðinn skal hrút­ur­inn nota til að hnýta lausa enda. Vertu með hug­ann við fjár­mál­in frá lok júlí og fram í sept­em­ber. Þú munt finna fyr­ir mik­illi sköp­un­ar­gleði út árið, sér­stak­lega í vinn­unni.

Naut. Þú ert að ná þér á strik eft­ir erfiðleika sem hóf­ust í kring­um apr­íl­mánuð á þessu ári en nú verður allt betra. Þú munt verða hepp­inn í fast­eigna­mál­um þenn­an mánuðinn og njóta stuðnings fjöl­skyld­unn­ar. Ef þú ert í sam­bandi mun sam­bandið þró­ast til hins betra.

Tví­buri. Þú upp­lifðir sterkt fjár­hags­legt ör­yggi fyrrparts árs. Tví­bur­inn mun brillera í sam­skipt­um, ferðalög­um og samn­ing­um þenn­an mánuðinn en allt eru þetta eig­in­leik­ar sem ein­kenna stjörnu­merkið hans. Lok júlí og al­veg fram í sept­em­ber er tím­inn til að huga að góðri heilsu og drífa sig í rækt­ina.

Krabbi. Ástar­lífið verður auðveld­ara og skemmti­legra í lok júlí og fram í sept­em­ber. Bókaðu tíma í spa og snyrtimeðferðir og láttu dekra við þig og skelltu þér í versl­un­ar­leiðang­ur. Þetta er tím­inn fyr­ir krabb­ann til að hitta hinn eina rétta eða verða nán­ari maka sín­um.

Ljón. Þú  munt loks­ins geta eytt meiri tíma með maka þínum. Ef þú ert ást­fang­inn muntu verða nán­ari mak­an­um. Þú  munt hafa að minnsta kosti eitt tæki­færi á kom­andi mánuðum til að ferðast til fjar­lægra staða svo gríptu tæki­færið. Þú færð mörg tæki­færis­boð en ekki taka þeim öll­um, reyndu að velja þau bestu.

Meyja. Mikið verður að gera í fé­lags­líf­inu hjá meyj­unni í júlí. Um miðjan júlí er meyj­unni ráðlagt að nota tím­ann til að jafna sig eft­ir til­finn­inga­legt eða lík­am­legt álag og slaka á. Júlí er til­val­inn til að skella sér í ferðalag og nota tím­ann til að hitta vin­ina.

Vog. Júlí er mánuður­inn til að koma sér áfram í vinn­unni. Haltu einnig í budd­una því að kom­andi mánuðir virðast kalla á mik­il út­gjöld hjá vog­inni. Vin­ir þínir munu rétta þér hjálp­ar­hönd og láta þig vita að þeir séu ávallt til staðar fyr­ir þig. Hlustaðu á fjár­hags­ráð vina þinna. Sum­arið virðist ætla að ein­kenn­ast af skemmt­un frem­ur en vinnu­mark­miðum.

Sporðdreki. Vertu með mark­mið þín í vinn­unni á hreinu því kom­andi mánuðir munu vera hinir bestu hingað til fyr­ir starfs­frama þinn. Ekki bíða lengi við að svara góðum til­boðum, stökktu á tæki­færið og notaðu happa­dag árs­ins, 24.júlí. Ekki taka þér frí ná­lægt happa­deg­in­um held­ur ein­beittu þér að starf­inu.

Bogamaður. Þú elsk­ar að ferðast og þig dreym­ir jafn­vel um að starfa er­lend­is en júlí er til­val­inn í ferðalög. Ef þú hef­ur verið að hugsa um að sækja um ein­hvers kon­ar fjár­hags­leg­an stuðnings, hvort sem það er skóla­styrk­ur eða annað, stökktu þá á tæki­færið í lok júlí.

Stein­geit. Þú hef­ur ein­beitt þér að starfs­ferl­in­um und­an­farið en nú muntu hafa tíma til að slaka á og hitta vini. Ef þú hef­ur verið að hugsa um að trú­lof­ast eða gift­ast, gerðu það í þess­um mánuði.

Vatns­beri. Fyrri hluti árs­ins 2014 var erfiður fyr­ir þig en í júlí breyt­ast hlut­irn­ir til hins betra. Hugs­an­lega mun þér bjóðast stöðuhækk­un eða þú munt verða þekkt­ur af góðum störf­um inn­an þíns geira. Fyrri hluta árs ein­beitt­ir þú þér vel að heils­unni og heils­an mun verða enn betri seinni part árs. Júlí­mánuður er til­val­inn fyr­ir brúðkaup.

Fisk­ar. Fólk opn­ar sig fyr­ir þér og leit­ar ráða hjá þér. Farðu hins veg­ar var­lega í það að hjálpa mörgu fólki í einu, það gæti þreytt þig. Ekki gleyma því að hugsa um þína eig­in heilsu, leitaðu til lækn­is ef þú hef­ur látið það sitja á hak­an­um. Fisk­arn­ir sjá fram­för í ástar­líf­inu seinni hluta árs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda