24.júlí er happadagurinn

Ljósmynd/Wikipedia

Nýj­asta stjörnu­spá stjörnuspekingsins vinsæla Sus­an Miller fyrir júlímánuð er áhugaverð og verð þess að lesa yfir. Júlímánuður verður fullur af spennandi atburðum og uppákomum. Happadagur flestra stjörnumerkjanna fyrir júlímánuð er 24.júlí.

Hrútur. Þetta verður besti mánuður ársins fyrir hrútinn. Mánuðinn skal hrúturinn nota til að hnýta lausa enda. Vertu með hugann við fjármálin frá lok júlí og fram í september. Þú munt finna fyrir mikilli sköpunargleði út árið, sérstaklega í vinnunni.

Naut. Þú ert að ná þér á strik eftir erfiðleika sem hófust í kringum aprílmánuð á þessu ári en nú verður allt betra. Þú munt verða heppinn í fasteignamálum þennan mánuðinn og njóta stuðnings fjölskyldunnar. Ef þú ert í sambandi mun sambandið þróast til hins betra.

Tvíburi. Þú upplifðir sterkt fjárhagslegt öryggi fyrrparts árs. Tvíburinn mun brillera í samskiptum, ferðalögum og samningum þennan mánuðinn en allt eru þetta eiginleikar sem einkenna stjörnumerkið hans. Lok júlí og alveg fram í september er tíminn til að huga að góðri heilsu og drífa sig í ræktina.

Krabbi. Ástarlífið verður auðveldara og skemmtilegra í lok júlí og fram í september. Bókaðu tíma í spa og snyrtimeðferðir og láttu dekra við þig og skelltu þér í verslunarleiðangur. Þetta er tíminn fyrir krabbann til að hitta hinn eina rétta eða verða nánari maka sínum.

Ljón. Þú  munt loksins geta eytt meiri tíma með maka þínum. Ef þú ert ástfanginn muntu verða nánari makanum. Þú  munt hafa að minnsta kosti eitt tækifæri á komandi mánuðum til að ferðast til fjarlægra staða svo gríptu tækifærið. Þú færð mörg tækifærisboð en ekki taka þeim öllum, reyndu að velja þau bestu.

Meyja. Mikið verður að gera í félagslífinu hjá meyjunni í júlí. Um miðjan júlí er meyjunni ráðlagt að nota tímann til að jafna sig eftir tilfinningalegt eða líkamlegt álag og slaka á. Júlí er tilvalinn til að skella sér í ferðalag og nota tímann til að hitta vinina.

Vog. Júlí er mánuðurinn til að koma sér áfram í vinnunni. Haltu einnig í budduna því að komandi mánuðir virðast kalla á mikil útgjöld hjá voginni. Vinir þínir munu rétta þér hjálparhönd og láta þig vita að þeir séu ávallt til staðar fyrir þig. Hlustaðu á fjárhagsráð vina þinna. Sumarið virðist ætla að einkennast af skemmtun fremur en vinnumarkmiðum.

Sporðdreki. Vertu með markmið þín í vinnunni á hreinu því komandi mánuðir munu vera hinir bestu hingað til fyrir starfsframa þinn. Ekki bíða lengi við að svara góðum tilboðum, stökktu á tækifærið og notaðu happadag ársins, 24.júlí. Ekki taka þér frí nálægt happadeginum heldur einbeittu þér að starfinu.

Bogamaður. Þú elskar að ferðast og þig dreymir jafnvel um að starfa erlendis en júlí er tilvalinn í ferðalög. Ef þú hefur verið að hugsa um að sækja um einhvers konar fjárhagslegan stuðnings, hvort sem það er skólastyrkur eða annað, stökktu þá á tækifærið í lok júlí.

Steingeit. Þú hefur einbeitt þér að starfsferlinum undanfarið en nú muntu hafa tíma til að slaka á og hitta vini. Ef þú hefur verið að hugsa um að trúlofast eða giftast, gerðu það í þessum mánuði.

Vatnsberi. Fyrri hluti ársins 2014 var erfiður fyrir þig en í júlí breytast hlutirnir til hins betra. Hugsanlega mun þér bjóðast stöðuhækkun eða þú munt verða þekktur af góðum störfum innan þíns geira. Fyrri hluta árs einbeittir þú þér vel að heilsunni og heilsan mun verða enn betri seinni part árs. Júlímánuður er tilvalinn fyrir brúðkaup.

Fiskar. Fólk opnar sig fyrir þér og leitar ráða hjá þér. Farðu hins vegar varlega í það að hjálpa mörgu fólki í einu, það gæti þreytt þig. Ekki gleyma því að hugsa um þína eigin heilsu, leitaðu til læknis ef þú hefur látið það sitja á hakanum. Fiskarnir sjá framför í ástarlífinu seinni hluta ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda