Kaupsýslumaðurinn og milljarðamæringurinn Richard Branson er eflaust einn vinsælasti yfirmaður heims en hann telur að fólk ætti að fá frí frá vinnu þegar það lystir.
Branson stofnaði fyrirtækið Virgin Group á sínum tíma en um 400 önnur fyrirtæki heyra undir Virgin Group. Branson hefur nú kynnt nýja stefnu fyrir starfsfólki sínu. Stefnan snýst einfaldlega um að treysta starfsmönnunum fyrir því að taka ákvörðun um hvenær þeir geta tekið sér frí án þess að það skaði fyrirtækið. Þessu er greint frá á heimasíðu The Independent.
„Það er undir starfsmanninum komið að ákveða hvort og hvenær hún eða hann tekur sér frí, hvort sem það eru nokkrir klukkutímar á dag, vika eða mánuður,“ skrifar Branson í nýjustu bók sína, The Virgin Way: Everything I Know About Leadership.
Branson fékk hugmyndina eftir að hafa lesið um Netflix fyrirtækið en þar er ekki fylgst sérstaklega með frídögum starfsfólks.
„Ég á vin sem á fyrirtæki þar sem fyrirkomulagið er svona, hann hefur orðið var við að mórallinn í fyrirtækinu er betri og sköpunargáfa og afköst starfsmanna hafa aukist,“ sagði Branson.