Einn ríkasti maðurinn hefur búið í sama húsinu síðan 1958

Milljarðamæringurinn Warren Buffett er skynsamur og lætur efnislega hluti ekki …
Milljarðamæringurinn Warren Buffett er skynsamur og lætur efnislega hluti ekki stjórna sér. AFP

Ameríski kaupsýslumaðurinn Warren Buffett er einn ríkasti maður heims. Hann á farsælan feril að baki og er auður hans metinn á um 8000 milljarða króna. Þrátt fyrir að Buffett sé eins ríkur og raun ber vitni hefur hann búið í sama húsinu frá árinu 1958. Húsið er ósköp venjulegt en það er hans næstbesta fjárfesting að eigin sögn.

Á heimasíðu Business Insider má finna áhugaverðan pistil þar sem fjallað er um hugmyndafræði Buffetts. Hann keypti húsið fyrir tæpar fjórar milljónir króna á sínum tíma fyrir sig og fjölskyldu sína. Honum þykir afar vænt um húsið enda á hann ótal minningar þaðan.

Að mati Buffetts snýst ríkidæmi ekki um það sem þú sérð. Margt fólk skilgreinir farsæld og auðæfi sem manneskju sem eyðir miklum peningum en í rauninni snýst ríkidæmi um allt annað að hans mati.

Peningarnir stjórna fólki

Buffett keypti hús sem hann hafði efni á. Hann minnti sjálfan sig á að heimili er sá staður sem þú getur búið á en ekki merki um hversu miklum peningum þú getur eytt.

„Sumir efnislegir hlutir veita mér ánægju, en ekki allir. Það gleður mig að geta átt einkaþotu en það að eiga nokkur hús væri bara til vandræða,“ skrifaði Buffett fyrir herferðina Giving Pledge. „Oft á tíðum eru það eigurnar sem stýra fólki í staðinn fyrir að það sé öfugt. Það sem mér finnst dýrmætast, fyrir utan góða heilsu, eru áhugaverðir og traustir vinir.“

Að mati kapsýslumannsins Warren Buffet er margt fólk of upptekið …
Að mati kapsýslumannsins Warren Buffet er margt fólk of upptekið af efnislegum hlutum. Það dýrmætasta sem hann á er góð heilsa og traustir vinir að eigin sögn. mbl.is/Þorkell Þorkelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda