Klukkan hvað vakna kvenleiðtogarnir og hvað gera þær á morgnana? Hvað borða þær og hvernig forgangsraða þær? Hvernig fara þær að því að koma svona miklu í verk?
Á vef Forbes er listi yfir tólf öflugar konur sem byrja daginn snemma. Listanum fylgja svo morgunrútínur þeirra sem eru margar hverjar öfundsverðar. Svona kemst maður víst langt í lífinu. Hérna koma þrír dugnaðarforkar og morgunrútínur þeirra.
1. Stacey Bendet, hönnuður hjá Alice and Olivia
4:45 Vakna og fæ mér morgunkorn. Svo geri ég ashtanga-jóga í klukkustund.
6:00 Dætur mínar vakna og ég útbý morgunmat handa þeim - græna mjólk (möndlumjólk, kókosvatn, banani og spínat) og pönnukökur. Svo hleyp ég niður og klæði mig á meðan þær borða. Svo klæði ég og greiði þeim.
8:00 Við förum af stað og ég skutla þeim í skólann og fer svo í vinnuna.
8:45 Ég er komin í vinnuna. Ég nota fyrstu klukkustundina í hugmyndavinnu.
2. Nell Scovell, handritshöfundur
6:43 Vekjaraklukkan hringir, það er bannað að „snúsa“. Ég klæði mig í John Eshaya joggingbuxur og klossa.
6:50 Ég útbý kaffi og set vegan múffu í örbylgjuofninn.
6:55-7:15 Ég skoða tölvupóstinn minn, Facebook, TalkingPointsMemo og Jezebel á meðan ég borða.
7:14 Loka tölvunni.
7:15-7:45 Útbý morgunmat fyrir fjölskylduna. Þegar ég er að framleiða eða leikstýra þá næ ég sjaldan heim fyrir kvöldmat til að elda. Þess vegna reyni ég að einblína á morgunmatinn í staðin.
7:45 Krakkarnir yfirgefa húsið með eiginmanni mínum. Ég vaska upp.
7:50 Ég kíki aftur í tölvuna.
8:15- 9:15 Ég stunda líkamsrækt og reyni að horfa á sjónvarpið á sama tíma.
9:15-9:30 Fer í sturtu, klæði mig, sleppi því að þurrka á mér hárið (of tímafrekt).
9:30 – ? Skrifa, skrifa, skrifa.
3. Sally Susman, framkvæmdarstjóri
5:44 Innri vekjaraklukkan mín vekur mig, án undantekningar. Hún vekur mig alltaf einni mínútu áður en iPhone vekjaraklukkan hringir.
6:00 Ég kíki á tölvupóstinn og fréttaveiturnar.
6:10 Fer í sturtu og klæði mig.
6:20 Drekk kaffi og skrifa smá, drauma, skáldskap eða dagbókarfærslu.
6:45 Fer út og kaupi dagblöð.
7:00 Geng rösklega á skrifstofuna eða tek leigubíl ef veðrið er vont.
7:15 Gríp með mér kaffi á leiðinni og kannski hafragraut eða vefju.
7:20 Ég er mætt í vinnuna
7:30 Ég tek fram skrifblokk og útbý lista yfir þá hluti sem ég ætla að afreka þann daginn.
7:45 Skoða þau óteljandi skilaboð sem mér berast.
8:00 Fer á fundi.
Þessar morgunrútínur og fleiri má finna á heimasíðu Forbes.