Heiða Rún landaði stóru hlutverki

Heiða Rún leikur Elizabeth Chenowth í þáttunum Poldark.
Heiða Rún leikur Elizabeth Chenowth í þáttunum Poldark. www.independent.co.uk/

Íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heidi Reed eins og hún kallar sig þessa dagana, fer með hlutverk í bresku þáttunum Poldark. Á heimasíðu Independent má finna viðtal við Heiðu þar sem hún fjallar um þættina sem hefja göngu sína hinn 8. mars á BBC OneÍ viðtalinu segir að þetta sé fyrsta stóra hlutverkið sem Heiða landar.

Þáttaröðin Poldark inniheldur átta þætti sem eiga að gerast á Englandi seint á 18. öld. Heiða fer með hlutverk Elizabeth Chenowth í þáttunum en hún trúlofast frænda unnusta síns þegar hún telur að unnustinn hafi látið lífið í frelsisstríði Bandaríkjanna gegn Bretum. Þegar unnustinn snýr til baka er Elizabeth ástfangin af tveimur mönnum.

Heiða segir í viðtalinu að þættirnir séu ekki grófir. „En það þýðir ekki að þarna séu ekki ástarsenur og nauðsynleg atriði. Þau eru til staðar en þau eru smekkleg,“ segir Heiða.

„[Elizabeth] verður fyrir árekstrum í ástalífinu. Hún er ástfangin af tveimur mönnum á ólíka vegu og ég vona að fólk átti sig á því,“ útskýrir Heiða. „Mér er sama hvort fólk elskar eða hatar Elizabeth, svo lengi sem fólk gerir það af ástríðu og vegna þess að það elskar persónurnar.“

Viðtalið má lesa í heild á heimasíðu Independent.

Þættirnir Poldark hefja göngu sína þann 8.mars á BBC One.
Þættirnir Poldark hefja göngu sína þann 8.mars á BBC One. www.imdb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál