Leikkonan Björk Jakobsdóttir var ein þeirra átta kvenna sem létu sig dreyma um rauða Mitsubishi Lancer-bifreið árið 1986 en sigurvegari Hollywood-keppninnar það ár fékk bílinn í verðlaun.
„Nú styttist óðum í Hollywood-keppnina og stúlkurnar átta, sem keppa munu til úrslita, eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir keppnina. Og það er svo sannarlega í mörgu að snúast. Stúlkurnar hafa verið í líkamsþjálfun undanfarna tvo mánuði undir handleiðslu Katrínar Hafsteinsdóttur hjá líkamsræktarstöð- inni World Class. Katrín er með stúlkurnar í alhliða líkamsþjálfun og eróbik. Auk þess fara stúlkurnar öðru hverju í ljós,“ sagði í grein Vikunnar stuttu fyrir úrslitakvöldið.
„Sigurvegarinn fær í verðlaun bifreið af gerðinni Lancer og rétt til þátttöku í keppninni um titilinn Miss Young International.“
Það var Guðlaug Jónsdóttir sem var kosin Stjarna Hollywood þetta árið og hlaut því þessa svakalegu verðlaun.