Björk lét sig dreyma um Lancer-bíl

Þátttakendur Hollywoodkeppninnar árið 1986. Björk Jakobsdóttir leikkona er númer sex …
Þátttakendur Hollywoodkeppninnar árið 1986. Björk Jakobsdóttir leikkona er númer sex í röðinni frá vinstri. timarit.is

Leik­kon­an Björk Jak­obs­dótt­ir var ein þeirra átta kvenna sem létu sig dreyma um rauða Mitsu­bis­hi Lancer-bif­reið árið 1986 en sig­ur­veg­ari Hollywood-keppn­inn­ar það ár fékk bíl­inn í verðlaun.

„Nú stytt­ist óðum í Hollywood-keppn­ina og stúlk­urn­ar átta, sem keppa munu til úr­slita, eru í óðaönn að und­ir­búa sig fyr­ir keppn­ina. Og það er svo sann­ar­lega í mörgu að snú­ast. Stúlk­urn­ar hafa verið í lík­amsþjálf­un und­an­farna tvo mánuði und­ir hand­leiðslu Katrín­ar Haf­steins­dótt­ur hjá lík­ams­rækt­ar­stöð- inni World Class. Katrín er með stúlk­urn­ar í al­hliða lík­amsþjálf­un og eróbik. Auk þess fara stúlk­urn­ar öðru hverju í ljós,“ sagði í grein Vik­unn­ar stuttu fyr­ir úr­slita­kvöldið.

„Sig­ur­veg­ar­inn fær í verðlaun bif­reið af gerðinni Lancer og rétt til þátt­töku í keppn­inni um titil­inn Miss Young In­ternati­onal.“

Það var Guðlaug Jóns­dótt­ir sem var kos­in Stjarna Hollywood þetta árið og hlaut því þessa svaka­legu verðlaun.

Bjössi í World Class umvafinn þátttakendum keppninnar.
Bjössi í World Class um­vaf­inn þátt­tak­end­um keppn­inn­ar. tima­rit.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda