Hætti í lögfræði til að verða flugfreyja

Berta Snædal.
Berta Snædal. Ljósmynd/Úr einkasafni

Berta Snædal mun flytjast búferlum til Dubai næstkomandi miðvikudag. Þar mun hún hefja störf sem flugfreyja hjá flugfélaginu Emirates. Starfsprufunar voru haldnar hér á landi í maí og tók Berta hálfgerða skyndiákvörðun að skella sér í þær.

„Ég vissi ekkert af prufunum. Heyrði bara að þær yrðu hér á landi í maí og þá ætluðu margar vinkonur mínar að fara.“

Berta ákvað svo að drífa sig í prufurnar eftir að hafa rætt við vinkonu sína, Sigríði Birnu Hallfreðsdóttur, sem hefur starfað hjá flugfélaginu í um þrjú ár. Þá höfðu þó allar vinkonur hennar hætt við að fara og Berta fór því ein í prufurnar.

Prufurnar tóku um 8 klukkutíma og fóru fram á Radison BLU Hótel Sögu. Um 50 manns mættu og freistuðu gæfunnar að fá starf hjá Emirates. Prufunum var skipt í nokkrar lotur og eftir hverja lotu var alltaf fækkað í hópnum. Að lokum voru svo fjórir sem að fengu vinnuna. „Þetta var mjög stressandi dagur,“ segir Berta.

Fyrstu sex vikurnar mun Berta gangast undir þjálfun og fá búning og annað sem að tengist starfinu. Hún mun fljúga um 85-100 tíma á mánuði en þar sem að flugin geta verið frekar löng er algengt að flugfreyjurnar stoppi yfir nótt eða lengur á hverjum stað.

Berta er 21 árs gömul og hefur lokið fyrsta ári í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún segir að það hafi verið erfið ákvörðun að yfirgefa námið og fara út en lögfræðin bíði hennar hérna heima. „Þetta er ekkert smá stökk en maður verður að prófa, þetta verður algjört ævintýr,“ segir Berta að lokum.

Berta mun flytja til Dubai næsta miðvikudag til að hefja …
Berta mun flytja til Dubai næsta miðvikudag til að hefja stöf hjá Emirates. Ljósmynd/Emirates
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda