Innsýn í skemmtanalífið í LA

Magnea hefur farið í partý heim til Drake, Justin Bieber …
Magnea hefur farið í partý heim til Drake, Justin Bieber og Leonardo DiCaprio. mbl/facebook

Magnea Björg Jónsdóttir hefur búið úti í Los Angeles síðustu þrjú árin þar sem hún var að læra samskipti (e. Communication studies) við Santa Monica College en hún útskrifaðist þaðan með AA-gráðu í sumar. 

Magnea er 22 ára og hefur upplifað ansi mikið á þeim þremur árum sem hún hefur búið í borg englanna þar sem allt snýst um frægð og frama. 

Mikilvægt að vera sæt stelpa

„Til þess að komast inn á skemmtistaðina þarf maður að þekkja promoter,“ segir Magnea en promoter er manneskja sem vinnur fyrir skemmtistaðina og hlutverk þeirra er að koma sætum stelpum inn á staðina. „Þegar þú ert komin inn á staðinn færðu að sitja við borð þar sem þú færð þjónustu og frítt áfengi allt kvöldið.“ Magnea bætir við að áfengið sem stelpum er boðið upp á frítt er allt það dýrasta og stundum kosti flaskan um 300.000 krónur.

Að kaupa borð á skemmtistöðum í Los Angeles getur kostað frá 400.000 krónum og upp í 1,5 milljónir króna, en það fer eftir því hversu vinsæll staðurinn er. En ef þú ert nógu sæt þá færðu það frítt.

Magnea segir að það sé rosalega erfitt að taka strákavini sína með sér á skemmtistaðina og í örfáum tilfellum gæti hún tekið þá með sér en þá þyrftu þeir að borga um 20 þúsund krónur, á meðan stelpur fá allt frítt.

„Eins fáránlegt og það er þá skiptir það rosalega miklu máli að vera sæt stelpa í LA, helst frá öðru landi,“ sagði Magnea. „Þá færðu allt frítt og aðgang í öll partý.“

Boðið í partý hjá fullt af frægum

Magnea fær boð í mörg og fjölbreytt partý hverja einustu helgi og hefur endað heima hjá fullt af frægu fólki eins og Drake, Justin Bieber, The Weeknd og Leonardo DiCaprio.

„Ég þekki aðeins Odell Beckham Jr. og hann var að gista hjá Drake og bauð okkur yfir,“ segir Magnea. „Við vorum svona 20 manns þarna að slaka á. Drake er með körfuboltavöll í garðinum sínum þannig við vorum að spila körfubolta og kíktum svo aðeins í heita pottinn.“

Magnea segir að heima hjá fræga fólkinu sé oft öryggismaður við innganginn sem tekur símana af gestunum. Ef síminn er ekki tekinn af henni þá passar hún sig samt að vera ekkert mikið að taka myndir eða vera með símann á lofti. „Ég nenni ekki að vera skömmuð fyrir að taka myndir af því það er svo oft sem það má ekki,“ segir hún. „Ég held mig bara frá myndavélinni og passa að láta venjulega.“

„Það er rosalega gaman að djamma með frægum,“ segir Magnea. „Þau eru bara eins og við öll. Á meðan maður er kurteis og kemur fram við þau eins og venjulegt fólk þá eru þau indæl við mann til baka. Flest þeirra hafa mikinn áhuga á Íslandi og ég fæ alltaf mikið af spurningum um hvernig það er að búa hér.“

Vinnur mikið sem fyrirsæta

Magnea er búin að vera að vinna mikið sem fyrirsæta í Los Angeles síðan hún útskrifaðist úr skólanum og var meðal annars í tökum fyrir tónlistarmyndband rapparans T.I í síðustu viku.

„Við sátum í sundlauginni á meðan T.I og Young Dre voru að rappa,“ sagði hún um tónlistarmyndbandið. „Við fengum alveg helling af nammi, drykkjum og mat.“

Þó svo að skemmtanalífið sé fjölbreytt og skemmtilegt í Los Angeles þá saknar hún Íslands oft og finnst mikið skemmtilegra að skemmta sér hér.

Saknar íslensku skemmtistaðanna 

„Mér finnst þetta orðið frekar fáránlegt hérna úti eftir að hafa verið svona mikið í kringum þetta,“ segir hún. „Þú verður að líta svona og hinsegin út til að komast inn eða hanga með rétta fólkinu en heima gera allir bara það sem þeir vilja og það er aldrei gert upp á milli neins.“

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Magneu á Instagram undir nafninu magneabj og á Snapchat undir nafninu maggabagga.

Live Life To The Fullest ❤️ @modelmafiala

A post shared by Magnea Jónsdóttir👸🏼 (@magneabj) on Jun 26, 2017 at 12:38pm PDT

Magnea á skemmtistaðnum Le Jardín.
Magnea á skemmtistaðnum Le Jardín. mbl/Facebook
Magnea í sundlaugarpartýi í Beverly Hills.
Magnea í sundlaugarpartýi í Beverly Hills. mbl/Facebook
Magnea á rauða dreglinum.
Magnea á rauða dreglinum. mbl/Instagram
Magneu er oft boðið í partý í fallegum húsum.
Magneu er oft boðið í partý í fallegum húsum. mbl/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda