„Lífið skipuleggur sig sjálft“

Viðar Guðjohnsen athafnamaður sækist eftir oddvitasætinu í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Viðar Guðjohnsen athafnamaður sækist eftir oddvitasætinu í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Viðar Guðjohnsen leigu­sali og at­hafnamaður tek­ur þátt í leiðtoga­próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík sem fram fer á laug­ar­dag­inn. Viðar er 60 ára gam­all, kvænt­ur Mar­gréti Björgu Júlí­us­dótt­ur kenn­ara og eiga þau þrjá syni. Viðar seg­ir að hann sé vinnu­sam­ur en hann vinni ekki eft­ir klukku held­ur læt­ur leik­gleðina ráða ríkj­um. 

Hvers vegna sæk­ist þú eft­ir að verða odd­viti? „Kjark­leysi stjórn­mála­manna. Aum­ingja- og sjúk­dóma­væðing í sam­fé­lag­inu.“

Hvernig var þinn fer­ill? „Góður. Ég er fyrr­um keppn­ismaður í júdó, fór á Ólymp­íu­leik­ana 1976 sem keppn­ismaður og árið 1980 sem þjálf­ari. Ég er frum­kvöðull á sviði heilsu­rækt­ar og frum­kvöðull í bygg­ingu stúd­íó­í­búða.“

Fannst þér þú upp­skera á ein­hverj­um tíma­punkti að þú vær­ir bú­inn að ná mark­miðunum þínum? „Já.“

Hvað gef­ur vinn­an þér?  „Mikið.“

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo er, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

„Já lík­am­lega. Þá hvíli ég mig.“

Áttu þér ein­hverja fyr­ir­mynd í líf­inu? „Pútín.“

Ertu með hug­mynd hvernig hægt er að út­rýma launamun kynj­anna fyr­ir fullt og allt?

„Nei, við man­ískri spurn­ingu femín­ista.“   

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn?

„Lífið skipu­legg­ur sig sjálft.“

Hvernig er morg­un­rútín­an þín? „Æfing og kaffi á eft­ir. Þetta er mis­jafnt eft­ir dög­um.“

Nærðu að vinna bara átta stunda vinnu­dag eða teyg­ist vinnu­dag­ur­inn fram á kvöld?

„Ég fer ekki eft­ir klukku. Ég fer eft­ir leik­gleði.“

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera utan vinnu­tíma?  „Spek­úl­era.“

Hvernig verður vet­ur­inn hjá þér?  „Góður.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda