„Lífið skipuleggur sig sjálft“

Viðar Guðjohnsen athafnamaður sækist eftir oddvitasætinu í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Viðar Guðjohnsen athafnamaður sækist eftir oddvitasætinu í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Viðar Guðjohnsen leigusali og athafnamaður tekur þátt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer á laugardaginn. Viðar er 60 ára gamall, kvæntur Margréti Björgu Júlíusdóttur kennara og eiga þau þrjá syni. Viðar segir að hann sé vinnusamur en hann vinni ekki eftir klukku heldur lætur leikgleðina ráða ríkjum. 

Hvers vegna sækist þú eftir að verða oddviti? „Kjarkleysi stjórnmálamanna. Aumingja- og sjúkdómavæðing í samfélaginu.“

Hvernig var þinn ferill? „Góður. Ég er fyrrum keppnismaður í júdó, fór á Ólympíuleikana 1976 sem keppnismaður og árið 1980 sem þjálfari. Ég er frumkvöðull á sviði heilsuræktar og frumkvöðull í byggingu stúdíóíbúða.“

Fannst þér þú uppskera á einhverjum tímapunkti að þú værir búinn að ná markmiðunum þínum? „Já.“

Hvað gefur vinnan þér?  „Mikið.“

Hefur þú átt það til að ofkeyra þig, og ef svo er, hvernig hefur þú brugðist við því?

„Já líkamlega. Þá hvíli ég mig.“

Áttu þér einhverja fyrirmynd í lífinu? „Pútín.“

Ertu með hugmynd hvernig hægt er að útrýma launamun kynjanna fyrir fullt og allt?

„Nei, við manískri spurningu femínista.“   

Hvernig skipuleggur þú daginn?

„Lífið skipuleggur sig sjálft.“

Hvernig er morgunrútínan þín? „Æfing og kaffi á eftir. Þetta er misjafnt eftir dögum.“

Nærðu að vinna bara átta stunda vinnudag eða teygist vinnudagurinn fram á kvöld?

„Ég fer ekki eftir klukku. Ég fer eftir leikgleði.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera utan vinnutíma?  „Spekúlera.“

Hvernig verður veturinn hjá þér?  „Góður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda