Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

Það er aldrei of seint að snúa sér að einhverju …
Það er aldrei of seint að snúa sér að einhverju nýju. Samsett mynd

Það er aldrei of seint að skipta um starfs­vett­vang eða skella sér í nýtt nám. Fjöl­marg­ir þekkt­ir Íslend­ing­ar hafa öðlast frægð fyr­ir eitt en haldið svo áfram á allt ann­arri braut. Smart­land tók sam­an lista yfir nokkra sem hafa breytt um stefnu. 

Sölvi Blön­dal

Eft­ir far­sæl ár í hljóm­sveit­inni Quarashi hellti Sölvi sér út í hag­fræðina og hef­ur und­an­far­in ár starfað hjá GAMMA.

Sölvi Blöndal leiddi hina farsælu sveit Quarashi árum saman.
Sölvi Blön­dal leiddi hina far­sælu sveit Quarashi árum sam­an. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Unn­ur Birna Vil­hjálms­dótt­ir

Unn­ur Birna öðlaðist frægð þegar hún var val­in ung­frú Ísland og síðar ung­frú heim­ur. Þrátt fyr­ir skyndi­lega heims­frægð hélt hún áfram í lög­fræðinám­inu og starfar nú sem lögmaður. 

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin ungfrú heimur.
Unn­ur Birna Vil­hjálms­dótt­ir var kjör­in ung­frú heim­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Helga Vala Helga­dótt­ir

Helga Vala starfaði sem lögmaður áður en hún sett­ist á þing fyr­ir Sam­fylk­ing­una. Áður en Helga Vala fór í lög­fræði lærði hún leik­list og út­skrifaðist sem leik­kona frá Leik­list­ar­skóla Íslands. 

Helga Vala Helgadóttir er þingmaður.
Helga Vala Helga­dótt­ir er þingmaður. mbl.is/​Eggert

Bald­ur Stef­áns­son

Bald­ur fór úr GusGus yfir í fjár­mála­geir­ann og starfar nú sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækjaráðgjaf­ar hjá Kviku. 

Baldur Stefánsson var í GusGus, hér er hann ásamt Júlíusi …
Bald­ur Stef­áns­son var í GusGus, hér er hann ásamt Júlí­usi Haf­stein. Krist­inn Ingvars­son

Davíð Þór Jóns­son

Davíð Þór kom víða við áður en hann nam guðfræði og gerðist prest­ur. Hann sló í gegn með Steini Ármanni í Radíus­bræðrum og var rit­stjóri Bleikt og blátt. 

Davíð Þór Jónsson.
Davíð Þór Jóns­son. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir

Ásdís Rán hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni sem fyr­ir­sæta en fyr­ir nokkr­um árum skellti hún sér í nám og er nú með þyrluflug­manns­próf. 

Ásdís Rán.
Ásdís Rán.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda