Þessar bækur ættir þú að lesa í fríinu

Það er notalegt að byrja sumarfríið á að lesa góða …
Það er notalegt að byrja sumarfríið á að lesa góða bók. Pexels

Nú þegar langt er liðið á sumarið er ekki seinna vænna en að fara að íhuga hvað á að lesa í sumarfríinu. Það er fátt betra að byrja sumarfríið á því að lesa eina góða bók, eða tvær. Smartland tók saman nokkrar áhugaverðar bækur sem eru tilvaldar til að grípa með sér í sumarfríið.

Sumareldhús Flóru eftir Jenny Colgan er fullkomin bók til að lesa yfir sumartímann. Hún segir frá Flóru sem snýr aftur á heimaslóðir sínar, skosku eyjunnar Mure. Bjartar sumarnætur og skosk menning hrífur mann með sér í þessari sannkölluðu sumarbók.

Meðleigjandinn eftir Beth O'Leary er upplífgandi og skemmtileg bók sem hefur verið að slá í gegn víðs vegar um heim. Bókin hefur fengið frábæra dóma hjá gagnrýnendum og lesendum. Bókin fjallar um tvo einstaklinga sem ákveða að deila íbúð, en þau hafa aldrei hist því annað þeirra vinnur næturvaktir en hitt dagvaktir. 

Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið eftir Jonas Jonasson er sannkölluð hláturssprengja. Hún er sjálfstætt framhald af Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf sem sló heldur betur í gegn á sínum tíma.

Morðið í Snorralaug er tíunda bókin um stjörnulögmanninn og háskakvendið Stellu Blómkvist sem geysist leðurklædd um á silfurfáki og tekur bæði harðsnúnustu bófa og kerfiskalla í nefið. Íslenskur krimmi í hæsta gæðaflokki eftir dularfyllsta rithöfund landsins. 

Blá eftir Maju Lunde er skáldsaga sem snertir á einu heitasta málefni samtímans; loftslagsbreytingum. Bókin hefur fengið jákvæða athygli hérlendis síðan hún kom út fyrr á árinu. Maja Lunde er einn þekktast rithöfundur Noregs og var meðal annars gestur á bókmenntahátíð Reykjavíkur. 

Múttan eftir hina frönsku Hannelore Cayre fjallar um 53 ára gamla ekkju sem hellir sér út í glæpastarfsemi. Flugbeitt og meinfyndin glæpasaga sem bregður upp litríkri en nöturlegri mynd af ýmsum skúmaskotum fransks samfélags. Bókin er aðeins 164 blaðsíður lengd sem gerir manni kleift að klára hana í einum rykk við sundlaugarbakkann.

Múttan, Gamlinginn og Blá eru bækur sem verðugt er að …
Múttan, Gamlinginn og Blá eru bækur sem verðugt er að kíkja á þegar lagt er af stað í sumarfríið. Samsett mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda