Aldrei segja þetta orð í atvinnuviðtali

Það getur verið kvíðavaldandi að fara í atvinnuviðtal.
Það getur verið kvíðavaldandi að fara í atvinnuviðtal. Ljósmynd/Unsplash

Það reynir á taugarnar að leita sér að vinnu. Atvinnuviðtöl geta verið einstaklega kvíðavaldandi þegar maður reynir að sýna sínar bestu hliðar og ganga í augun á vinnuveitandanum. Það er hins vegar eitt orð sem atvinnurekendur vilja ekki heyra í atvinnuviðtali. 

Það er orðið „við“. Þegar þú segir frá þínum fyrri störfum forðastu það eins og heitan eldinn að segja setningar á borð við: „Við í minni deild sáum um.“ Orðið „ég“ er í langflestum tilvikum mun betra. 

Tilvonandi yfirmaður þinn vill vita hvaða störfum þú sinntir og hvaða verkefni þú hafðir á þínu borði. Á einhverjum tímapunkti í viðtalinu viltu kannski greina frá því að þú vinnir vel í hóp og þá getur orðið verið viðeigandi, en reyndu að halda athyglinni á þér og þínum störfum. 

Þótt þú notir orðið þýðir það ekki sjálfkrafa að þú fáir ekki starfið en það getur verið góð áminning um hvaða orð við notum í atvinnuviðtölum. 

Ljósmynd/Unsplash
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda