Horowitz skapar ný ævintýri um Sherlock Holmes

Rithöfundurinn Anthony Horowitz skapar ný ævintýri með Sherlock Holmes fyrir …
Rithöfundurinn Anthony Horowitz skapar ný ævintýri með Sherlock Holmes fyrir Storytel Original.

Sherlock Holmes heldur á vit nýrra, forvitnilegra og furðulegra ævintýra sem gefin verða fyrst út á hljóðbók. Einkasamningur milli Storytel og The Conan Doyle Estate gefur Storytel einstakt tækifæri til að þróa spánnýjar sögur með frægasta og dáðasta rannsóknarlögreglumanni veraldar. Ævintýrin verða samin af rithöfundateymi undir skapandi stjórn verðlaunarithöfundarins og handritshöfundarins Anthonys Horowitz.

„Þetta er magnað tækifæri til þess að færa Sherlock Holmes til nýs hóps af fólki og á hið stafræna form og við erum viss um að áskrifendur okkar verða ekki sviknir af því sem við munum færa þeim. Þetta verður alveg ný sýn á Sherlock og það eru fáir betur til þess
fallnir að töfra hana fram en einmitt Anthony Horowitz sem hefur reynslu bæði af bókaskrifum sem og skrifum fyrir sjónvarp og hefur auk þess sökkt sér djúpt ofan í heim Sherlocks í skáldsögum sínum House of Silk og Moriarty,“ segir Elísabet Hafsteinsdóttir, útgáfustjóri Storytel á Íslandi.

Anthony Horowitz er einn fjölhæfasti, hugmyndaríkasti og farsælasti rithöfundur Bretlands og þekktur fyrir að vinna þvert á miðla. Bókaseríur hans um Alex Rider hafa selst í u.þ.b. 20 milljónum eintaka um alla heim og eru taldar eiga stóran þátt í lestraráhuga heillar
kynslóðar.

„Forvitni og áhugi The Conan Doyle Estate á hugmynd okkar, um að færa goðsögn Sherlocks Holmes til nútímans og á hið stafræna form, er sannkallaður draumur sem nú verður að veruleika. Það sama á við um aðkomu Anthonys Horowitz að verkefninu. Hann er stórkostlegur í að spinna söguþræði og skrifa vinsælar bækur og sjónvarpshandrit auk þess sem hann hefur sökkt sér djúpt ofan í heim Sherlocks Holmes í gegnum skáldsögurnar House
of Silk og Moriarty. Ég er alveg sannfærður um að Anthony passar fullkomlega í hlutverk hins skapandi leiðtoga í þessu einstaka verkefni,“ segir Rickard Henley, út­gáfu­stjóri Stor­ytel á heimsvísu hjá Storytel.

Fyrir milligöngu umboðsmanns síns, Jonathans Lloyds hjá Curtis Brown, hefur Horowitz undirritað samning við Storytel um að stýra handritsgerð að þremur spánnýjum sögum um Sherlock Holmes. Réttindasamningurinn við Conan Doyle Estate veitir honum og Storytel aðgang að bæði vörumerkinu og hinni víðtæku þekkingu og sérfræðikunnáttu sem felst í arfleifð sir Arthurs Conans Doyles.

„Í uppvextinum vorum við alltaf minnt á ástríðu Arthurs frænda fyrir því að segja börnum sögur líkt og móðir hans hafði gert fyrir hann. Hann skapaði nokkrar af frægustu sögum og sögupersónum veraldar á grundvelli þeirrar ástríðu að segja sögur. Markmið okkar
er að víkka sagnaheim sir Arthurs langt út fyrir hinar upprunalegu sögur. Við erum himinlifandi yfir þessu samstarfi við Storytel og Anthony Horowitz þar sem hljóðbókin kemur fyrst en það mun færa Sherlock Holmes og heiminn hans yfir í allt aðrar víddir,“ segir Richard Doyle hjá The Conan Doyle Estate.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda