Sóttvarnalæknir í kvikmyndabransann?

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir situr í varastjórn félagsins Burgundy productions ehf.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir situr í varastjórn félagsins Burgundy productions ehf.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lét af störfum í september á síðasta ári eftir nokkur frekar annasöm ár í vinnu. Hann verður sjötugur í október og mun ekki leggja árar í bát.

Í Lögbirtingablaðinu er greint frá því að hann sé í varastjórn í nýstofnuðu félagi sonar síns, Burgundy productions ehf. 

Stofnandi félagsins er sonur Þórólfs, Svavar Burgundy Þórólfsson, sem er jafnframt prókúruhafi og framkvæmdastjóri félagsins. 

Tilgangur félagsins er framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni, ljósmyndun og önnur listsköpun. Hlutafé félagsins eru 500.000 kr. 

Svavar er lærður leiðsögumaður og hefur starfað í nokkrum þekktum ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis. Hann heldur úti Instagram-reikningi þar sem sjá má fallegar ljósmyndir sem hann tekur. 

Faðir hans, sóttvarnarlæknirinn Þórólfur, varð landsfrægur þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og varð eitt af þremur andlitum veirunnar ásamt Ölmu Möller og Víði Reynissyni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda