„Ég stefndi á margt annað en prestsskap“

Aldís Rut Gísladóttir á í fyrsta skipti fermingarbarn í ár.
Aldís Rut Gísladóttir á í fyrsta skipti fermingarbarn í ár. mbl.is/Arnþór Birkisson

Al­dís Rut Gísla­dótt­ir, prest­ur í Hafn­ar­fjarðar­kirkju, seg­ir ferm­inga­tíma­bilið alltaf skemmti­legt tíma­bil í kirkj­unni. Þess­ir pásk­ar verða sér­stak­lega eft­ir­minni­leg­ir þar sem hún er ekki aðeins að ferma börn sjálf held­ur er elsta barn henn­ar að ferm­ast.

„Það er alltaf hátíðleg stund að sjá spennt og prúðbúin ferm­ing­ar­börn koma til kirkju og stolta fjöl­skyldu með á ferm­ing­ar­dag­inn. Það rík­ir mik­il gleði í kirkj­unni og þess­ir dag­ar eru yf­ir­leitt full­ir af birtu og kær­leika. Kven­fé­lags­kon­urn­ar sem við erum svo lukku­leg að eiga hér að í Hafn­ar­fjarðar­kirkju aðstoða ferm­ing­ar­börn­in í kyrtl­ana og sjá til þess að kyrtil­inn sé hreinn og fínn og sjá einnig um að róa spennt­ar taug­ar hjá sum­um,“ seg­ir Al­dís Rut um stemn­ing­una í kirkj­unni.

Mikið gæfu­spor að fara í guðfræði

Hef­ur þú alltaf verið trúuð?

„Já, ég hef alltaf trúað á Guð þó svo að vissu­lega komi upp efa­tíma­bil, sem er eðli­legt í þroska­ferli ein­stak­lings. Ég var alin upp við kristna trú og hún hef­ur hjálpað mér mikið í gegn­um lífið, bæði þegar vel og illa geng­ur er gott að hafa hald­reipi í bæn­inni. Eins hef­ur það gagn­ast mér mikið að minna mig á æðru­leysið og að fela Guði það sem hvíl­ir á mér, að muna að ég þarf ekki ein að burðast með áhyggj­ur og erfiðleika. Ferm­ing­ar­versið sem ég valdi mér þegar ég fermd­ist sjálf end­ur­spegl­ar guðsmynd mína að ein­hverju leyti og hef­ur mér þótt gott að minna mig á þessi orð, reynd­ar svo mikið að ég er með það húðflúrað á hand­legg­inn, en versið var: Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda ver­ald­ar (Matt. 28.20).“

Aldís segir Biblíuna vera uppspretta dásamlegs friðarboðskapar.
Al­dís seg­ir Bibl­í­una vera upp­spretta dá­sam­legs friðarboðskap­ar. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Al­dís Rut seg­ir það alls ekki hafa legið beint við að læra guðfræði.

„Ég er yngst af fjór­um systkin­um og faðir minn er núna vígslu­bisk­up á Hól­um í Hjalta­dal en var prest­ur þegar ég var að al­ast upp. Afi minn var einnig prest­ur og því vor­um við systkin­in oft spurð hvert okk­ar ætlaði í prests­skap. Ég stefndi á margt annað en prests­skap en ég ákvað að skrá mig í guðfræði þegar ég var ólétt að öðru barni okk­ar hjóna en var ekki ákveðin hvort ég vildi verða prest­ur, það var ekki fyrr en í lok BA-náms­ins sem ég tók ákvörðun um að fara í Mag.theol.-námið. Það var mitt gæfu­spor að fara í þetta nám því ekki bara eignaðist ég ein­staka vini þar held­ur fannst mér námið líka gera mig að heil­steypt­ari mann­eskju. Guðfræði er mjög fjöl­breytt og skemmti­legt nám sem ég mæli með. Ég vígðist tveim­ur árum eft­ir að ég út­skrifaðist úr námi en ég eignaðist þriðja barn okk­ar hjóna stuttu eft­ir út­skrift. Ég á fimm ára vígslu­af­mæli í haust og starfa nú sem prest­ur í Hafn­ar­fjarðar­kirkju.“

Hvað finnst þér mest gef­andi við prests­starfið?

„Þetta starf er mjög fjöl­breytt og skemmti­legt en einnig mjög krefj­andi. Það sem mér finnst mest gef­andi við prests­starfið er öll þau fjöl­breyttu sam­skipti sem ég á við sókn­ar­börn­in mín. Það eru for­rétt­indi að fá að fylgja fólki bæði á gleði- og sorg­ar­dög­um en því fylg­ir líka mik­il ábyrgð. Það er gef­andi að fá að kynn­ast lífi fólks, að fá að vera trúað fyr­ir áskor­un­um í lífi hvers og eins, sigr­um og sorg­um.“

Faðir Aldísar Rutar, séra Gísli Gunnarsson, fermdi hana í Glaumbæjarkirkju.
Faðir Al­dís­ar Rut­ar, séra Gísli Gunn­ars­son, fermdi hana í Glaum­bæj­ar­kirkju. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Ægis­son

Ferm­ing­ar­tím­arn­ir eru skemmti­leg­ir og líf­leg­ir

Hvernig er ferm­ing­ar­fræðslan?

„Fræðslan hér hjá okk­ur í Hafn­ar­fjarðar­kirkju hefst með þriggja daga ferm­ing­ar­nám­skeið á haustönn. Eft­ir það er fræðsla einu sinni til tvisvar í mánuði yfir vet­ur­inn. Við för­um dags­ferð í Vatna­skóg, börn­in taka þátt í fjöl­breyttu helgi­haldi kirkj­unn­ar og einnig eru fræðslu­kvöld hjá okk­ur sem og sam­veru­stund­ir fyr­ir ferm­ing­ar­börn­in og for­ráðafólk þeirra. Við leggj­um áherslu á að vera í góðum sam­skipt­um við for­eldra og for­ráðafólk sem og að fræðslan sé lif­andi og skemmti­leg. Við för­um yfir Bibl­íu­sög­ur með börn­un­um, töl­um um sam­skipti við hvert annað, fjöll­um um guðsmynd­ina, alt­ar­is­göng­una, kenn­um þeim bæn­ir og trú­ar­játn­ing­una, boðorðin 10 og margt fleira. Við erum þrjár sem sjá­um um fræðsluna en ásamt mér eru það Bylgja Dís Gunn­ars­dótt­ir, æsku­lýðs- og sam­skipta­full­trúi kirkj­unn­ar, og Jón­ína Ólafs­dótt­ir sókn­ar­prest­ur.“

Hvað finnst þér brenna á ferm­ing­ar­börn­um í dag?

„Ferm­ing­ar­börn­in eru yf­ir­leitt mjög áhuga­söm um lífið og til­ver­una, þau eru opin og óhrædd við að spyrja spurn­inga. Í dag eru marg­ir val­kost­ir í boði fyr­ir börn á ferm­ing­ar­aldri, þau hafa val um hvar þau vilja ferm­ast. Þau sem taka þá ákvörðun að ferm­ast í kirkju eru því oft mjög áhuga­söm um kristna trú, hefðir og menn­ingu og því verða ferm­ing­ar­tím­arn­ir oft mjög skemmti­leg­ir og líf­leg­ir.“

Hafa krakk­arn­ir kennt þér eitt­hvað í vet­ur?

„Já, börn­in og ung­ling­arn­ir eru okk­ar helstu kenn­ar­ar. Þau fá mann oft til þess að sjá hlut­ina frá öðru sjón­ar­horni, koma auga á ým­is­legt sem við kannski sjá­um ekki svo glatt. Ég er í fyrsta skipti að upp­lifa það að vera sjálf ferm­ing­armamma, en elsti dreng­ur okk­ar hjóna er að fara að ferm­ast í sum­ar og það er líka mjög gam­an að fá að upp­lifa það með hon­um. Fá að und­ir­búa þenn­an stóra dag á ann­an hátt.“

Er alltaf eins að ferma?

„Ég vona að ég sé alltaf að þrosk­ast og efl­ast í starfi en ferm­ing­ar­at­höfn­in sjálf er yf­ir­leitt eins upp­byggð þó að bæn­ir, sálm­ar og ferm­ing­ar­ræðan breyt­ist. En þó að ferm­ing­ar­at­höfn­in sjálf sé yf­ir­leitt eins upp­byggð er hver og ein at­höfn ein­stök og alltaf er ég minnt á þau for­rétt­indi að fá að fylgja þess­um börn­um eft­ir í heil­an vet­ur, fá að tengj­ast þeim og fjöl­skyld­unni og vera sam­ferða þeim á þess­um miklu mót­un­ar­ár­um.“

Eru marg­ir að ferm­ast og hvernig er ferm­ing­ar­haldið í ár?

„Hóp­ur­inn sem fermist hjá okk­ur í ár er svipaður og fyrri ár en at­hafn­irn­ar eru fimm tals­ins og dreifast yfir fjóra daga. Því hafa börn­in og for­ráðafólk úr nokkr­um dög­um að velja og bjóðum við meðal ann­ars upp á ferm­ingu á sjó­mannadag­inn, en fyrsta ferm­ing­in er á pálma­sunnu­dag.“

Fermd­ist hjá föður sín­um

Hvernig var ferm­ing­in þín?

„Ég fermd­ist fyr­ir 21 ári á hvíta­sunnu. Við vor­um þrjár skóla­syst­ur sem fermd­umst sam­an í Glaum­bæj­ar­kirkju og faðir minn fermdi okk­ur.“

Manstu eft­ir veisl­unni og hvað þú fékkst í ferm­ing­ar­gjöf?

„Já, ég man vel eft­ir veisl­unni og und­ir­bún­ingn­um fyr­ir hana. Það var farið til Reykja­vík­ur til að kaupa ferm­ing­ar­föt, sem ég á ennþá. Farið var í prufu­greiðslu og mynda­töku fyr­ir ferm­ing­ar­dag­inn. Veisl­an var svo hald­in heima eft­ir at­höfn­ina í kirkj­unni og ég fékk marg­ar fal­leg­ar gjaf­ir, mikið af skart­grip­um sem ég á ennþá, sem og skeyti og gesta­bók frá deg­in­um. Það var gam­an að fá að upp­lifa dag þar sem fólk kom sam­an til að sam­gleðjast mér.“

Aldís Rut Gísladóttir sá ekki fyrir sér að verða prestur …
Al­dís Rut Gísla­dótt­ir sá ekki fyr­ir sér að verða prest­ur en lífið kem­ur á óvart og hún gæti ekki verið sátt­ari við leiðina sem hún valdi. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Finnst þér eitt­hvað breyst síðan þú fermd­ist?

„Já, börn hafa meira val í dag um hvar þau vilja láta ferma sig. Eins finnst mér margt hafa breyst eft­ir Covid. Í Covid fermd­ust börn­in í fá­menn­um at­höfn­um og síðar var veisl­an hald­in og ég held að sá tími hafi sýnt okk­ur og kennt að það er sjálfsagt að hafa ekki veislu og at­höfn sama dag. Það var eft­ir­minni­leg­ur tími og mörg­um börn­um fannst gott að fá að eiga ró­leg­an dag með fjöl­skyld­unni eft­ir ferm­ing­ar­at­höfn­ina, jafn­vel fara út að borða sam­an og halda síðan veisl­una síðar ef það var hald­in veisla. Það er líka mik­il­vægt að muna að ferm­ing­ar­veisl­ur mega vera fjöl­breytt­ar, það er minn­ing­in um sam­ver­una sem yf­ir­leitt stend­ur upp úr eft­ir dag­inn hjá börn­un­um, ekki hvað það voru marg­ar sort­ir af tert­um.“

Hvað get­ur Bibl­í­an kennt okk­ur um sam­skipti og frið á jörðu?

„Bibl­í­an er meðal ann­ars upp­spretta dá­sam­legs friðarboðskap­ar. Um að við eig­um að stuðla að friði jafnt hið innra sem hið ytra, að finna einnig frið í hjarta okk­ar. Tvö­falda kær­leiks­boðorðið sem og gullna regl­an sem við för­um yfir með ferm­ing­ar­börn­un­um kjarn­ar svo margt á svo ein­fald­an hátt. Eins sag­an af mis­kunn­sama Sam­verj­an­um, hún er oft á dag­skrá í ferm­ing­ar­fræðslunni hjá okk­ur og á alltaf er­indi við okk­ur öll,“ seg­ir Al­dís Rut.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda