Nú styttist í stóra daginn hjá Vilhjálmi prins og Kate Middleton. Vilhjálmur fór aðrar leiðir í ár og hélt páskana hátíðlega með tengdafjölskyldu sinni.
Í stað þess að vera með ömmu sinni í Windsor kastalanum fór hann með Middleton-fjölskyldunni í kirkju í Berkshire. Eftir messuna fóru þau í hádegisverð heim til Middleton-fjölskyldunnar í Bucklebury.
Ást Vilhjálms á súkkulaði er orðin fræg eftir að hann óskaði sérstaklega eftir því að það yrði súkkulaðikaka í brúðkaupinu, ekki hefðbundin brúðarterta. Á meðan Vilhjálmur var með tengdafjölskyldu sinni var pabbi hana með sinni heittelskuðu Camillu í Skotlandi. Komandi vika verður stór því óðum styttist í brúðkaupið mikla sem heimsbyggðin mun fylgjast með.