Það gengur ótrúlega vel hjá Ástu Svavarsdóttur, sem er ein af þeim sem tekur þátt í átakinu, 10 árum yngri á 10 vikum. Hún dælir í sig vítamínum frá NOW og gætir þess vel að halda sig frá allri óhollustu. Á bloggi dagsins segir Ásta frá því hvað hún borði á venjulegum degi.
Svona lítur dagurinn út:
07.15 fer hún á fætur og fær sér 1 msk hörfræolíu með 1/2 glasi af morgunsafa eða vatnsglasi.
09.00 gerir hún morgunsjeik. Hún setur í hann banana, 1 skið af mysupróteini frá NOW, frosin bláber og frosin jarðarber og blandar þetta saman við morgunsafa frá Floridana.
Áður en hún fær sér morgunsjeikinn tekur hún inn eftirfarandi vítamín:
EVE fjölvítamín fyrir konur. -NOW
Vítamín D-3 - NOW
Chromium Picolinate -NOW
CoQ10 -NOW
Sterkur B-Complex - NOW
C vítamín
Kalktöflu
Lýsi
Í hádegismat fær hún sér gjarnan tofu sem hún léttsteikir upp úr repjuolíu, grænmeti, bankabygg eða kínóa.
Í kaffinu fær hún sér oft tvær hrökkbrauðssneiðar með geitaosti og te með.
Í kvöldmat fær hún sér gjarnan kjúkling með kókóssósu, kinoa og grænmeti.
HÉR er hægt að lesa blogg Ástu nánar.