Lilja snýr aftur í Lýtalaus og finnur ástina

Tobba Marinós er búin að skrifa aðra bók sem nefnist …
Tobba Marinós er búin að skrifa aðra bók sem nefnist Lýtalaus. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lilja, sögu­per­són­an úr bók­inni Maka­laus, eft­ir Tobbu Marinós, er nú kom­in aft­ur á kreik en þó bara á öðrum fæti. Í nýj­ustu bók Tobbu, Lýta­laus, er Lilja í end­ur­hæf­ingu eft­ir bíl­slys og vef­ur starfs­fólki og vist­mönn­um heilsu­stofn­un­ar­inn­ar í Hvera­gerði um fing­ur sér eins og henni einni er lagið. En hún kemst líka að því að þar get­ur róm­an­tík­in blómstrað eins og ann­ars staðar.

Ást á ótrú­leg­ustu stöðum

„Ég held að maður finni ást­ina alltaf á ólík­leg­ustu stöðum. Þetta er svipað og þegar þú ferð út og ætl­ar að finna árs­hátíðar­kjól þegar þú átt pen­ing en finn­ur ekk­ert fyrr en þú átt eng­an pen­ing. Ég hef líka heyrt þónokkr­ar sög­ur af fólki sem hef­ur kynnst á heilsu­hæl­um þannig að ótrú­leg­ustu aðstæður virðast geta af sér ástar­sam­bönd,“ seg­ir Tobba.

Tobba seg­ist bú­ast sterk­lega við því að aðdá­end­ur Lilju verði fegn­ir að heyra að hún hafi lifað af bíl­slysið. En hún fékk þónokka harðorða pósta eft­ir síðasta þátt­inn af Maka­laus þar sem svo virt­ist sem Lilja hefði lát­ist eft­ir að keyrt var á hana.

„Útgáfupar­tíið er í dag og ég er mjög spennt fyr­ir því. Síðan verð ég veislu­stjóri í brúðkaupi hjá vin­konu minni á laug­ar­dag­inn svo það er nóg að gera og mikið stuð þessa helg­ina,“ seg­ir Tobba sem var á harðahlaup­um við að ganga frá und­ir­bún­ingi fyr­ir haust­kynn­ingu Skjás eins þegar blaðamaður sló á þráðinn til henn­ar.

Karl Sigurðsson og Tobba Marinósdóttir.
Karl Sig­urðsson og Tobba Marinós­dótt­ir. Eggert Jó­hann­es­son
Lýtalaus eftir Tobbu Marinósdóttur.
Lýta­laus eft­ir Tobbu Marinós­dótt­ur. mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda