Valentínusardagurinn ekki allra

Valentínusardagurinn er ekki allra.
Valentínusardagurinn er ekki allra.
<span>Það styttist í Valentínusardaginn hinn 14. febrúar næstkomandi. Hér á Smartlandi erum við alveg á því að fagna beri ástinni, en hvort málið sé að gera það á innfluttum hátíðisdegi - þegar við eigum fyrir þennan fína bónda- og konudag í upphafi þorra og góu - liggur ekki alveg ljóst fyrir.</span> <span><br/></span> <span>Þá er ekki síðra að halda heldur upp á anti-Valentínusardaginn, sem færst hefur í vöxt ytra. Verður að segjast að það er miklu meira töff – enda engin ástæða til að láta sér líða illa yfir því að vera ýmist á lausu eða ekki búinn að kaupa blóm, blöðru eða bangsa fyrir ástina sína, bara af því að það „á“ að gera á þessum degi.</span> <span><br/></span> <span>Finna má ýmislegt í umhverfinu í anda anti-Valentínusardagsins til að mynda stemningu:</span> <span><br/></span> <span><b>Tónlist: </b></span><span>What's Love Got to Do With It Tinu Turner, It's My Life með Bon Jovi og I Will Survive með Gloriu Gaynor eiga sjaldan betur við. Since U Been Gone með Kelly Clarkson og Down With Love með Michael Buble eru líka skemmtileg. Þá er Tainted Love með Soft Cell líka klassískur eighties-smellur sem alltaf er svalur.</span> <span><br/></span> <span><b>Kvikmynd:</b></span><span> Michael Douglas er maðurinn við svona tilefni! War of The Roses, Fatal Attractions og Basic Instinct eiga allar við. So I married an Axe Murderer gæti líka verið sniðug, þótt enginn Douglas sé þar (og myndin sjálf ekki upp á marga). Síðan má alltaf hressa sig við með Bridget Jones, enda svo ljúfsár og allar konur skilja hana svo vel.</span> <span><br/></span> <span><b>Eldhúsið:</b></span><span> Þetta er kvöldið fyrir skyndibita – hvort sem hann kemur hollur frá Krúsku, Gló eða Happi eða sveittari annars staðar frá. Ekkert vesen!</span> <span><br/></span> <span><b>Afþreying:</b></span><span> Spilið „mottu-leikinn“ - þ.e. klippið út yfirvaraskegg og tyllið létt á miðjan sjónvarpsskjáinn (ath. ekki festa fast). Setjið síðan einhverja rómantíska mynd á (t.d. Notebook) og takið staup í hvert sinn sem persónurnar lenda með skeggið í mynd. Mjög hressandi.</span> <span><br/></span> <span><b>Skraut:</b></span><span> Ef fólk dreplangar til, þá er eiginlega meira fyndið en rómantískt við hjartablöðrur - ekki síst ef þær eru fylltar af helíum.</span> <span><br/></span> <span>... síðan má líka bara gera sér ferð á einhvern huggulegan bar með vinkonunum.</span>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda