Konur vilja yngri karlmenn

Courtney Cox leikur ljónynju í sjónvarpsþáttunum Cougar Town og vinkona …
Courtney Cox leikur ljónynju í sjónvarpsþáttunum Cougar Town og vinkona hennar Jennifer Aniston hefur verið orðuð við ýmsa yngri menn í gegnum tíðina Mynd/ABC

Í kringum fertugsaldurinn upplifa margir skilnaði allt í kringum sig. Hamingjusamlega gift pör prísa sig sæl að elska hvort annað enn og eiga gott kynlíf endrum og eins. Brátt má þó oft sjá breytingu á sumum þeirra kvenna sem ganga í gegnum skilnað því þegar gömul sambönd fuðra upp má oft finna nýja og spennandi möguleika í faðmi yngri karlmanns.

Þá kynslóð ljónynja (e. cougars) sem brotist hefur upp á yfirborðið á undanförnum árum má rekja til aukins kynferðislegs frelsis kvenna og sameiginlegs forræðis sem er algengt fyrirkomulag hjá fráskildum pörum með börn. Ljónynjurnar hafa meiri tíma fyrir sig meðan fyrrum eiginmaðurinn sinnir börnunum og geta eytt honum að vild. Eldri konur eru einnig líklegri til að vera sjálfsöruggari og vita hvað þær vilja þegar kemur að karlmönnum sem og kynlífi. Þessar eldri konur eru eftirsóttar af yngri mönnum sem finnst sjálfsöryggið kynþokkafullt og líta á það sem stöðutákn að geta nælt sér í þroskaða konu.

Árið 2012 játaði þriðjungur kvenna á einkamálasíðunni PARSHIP löngun í yngri karlmenn. Líklega er slík pörun mjög hentug þar sem kynhvöt kvenna eykst með tímanum öfugt við kynhvöt karla sem dofnar. Árið 2005 gátu einungis átta prósent sama úrtaks hugsað sér stefnumót með yngri manni. Hugsanlega má þakka þessa hugarfarsbreytingu þáttum á borð við Cougartown og Hollywood-pörum eins og Demi Moore og Ashton Kutcher. Hvað sem því líður eru ljónynjurnar komnar til að vera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda