Tvisvar í sömu kápunni sem eiginmaðurinn þolir ekki

Katrín hertogaynja af Cambrigde til vinstri í kápunni í apríl …
Katrín hertogaynja af Cambrigde til vinstri í kápunni í apríl og svo núna í fyrrdag. AFP/Samsett mynd

Undurfalleg græn kápa, að andvirði 340.000 íslenskra króna, vakti mikla athygli þegar Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist henni við opinbera heimsókn sína og Vilhjálms Bretaprins til Nýja-Sjálands í apríl síðastliðnum. Ekki bara vakti kápan athygli heldur ummæli prinsins, en Katrín hertogaynja sagði íbúa Hamilton þegar hann hrósaði henni fyrir kápuna að hún væri ánægð en prinsinum þætti hún aðeins of björt og glannaleg í lit.

Það er gott að hertogaynjan lét þetta sem vind um eyru þjóta því nú hefur hún notað kápuna aftur við opinbert tækifæri. Það er ekki endilega sjálfgefið að kóngafólk noti svona áberandi flíkur við tvö slík tækifæri og fær Katrín hertogaynja því prik í kladdann. Reyndar eru ýmsir farnir að kalla hertogaynjuna „drottningu endurnýtingar“ því æ oftar sést hún í sama kjólnum tvisvar, sem er auðvitað hreint út sagt til fyrirmyndar þótt óbreyttum borgurum þætti það heldur léleg nýting.

Núna notaði hún tækifærið og dró grænu kápuna fram þegar hjólreiðakappar kepptu í fyrsta hluta Tour de France milli Leeds og Harrogate í Norður-Englandi. Kápan er frá tyrknesk-enska fatamerkinu Erdem.

Grænn litur fer hertogaynjunni einkar vel.
Grænn litur fer hertogaynjunni einkar vel.
Hertogaynjan af Cambrigde er hrifin af græna litnum og hér …
Hertogaynjan af Cambrigde er hrifin af græna litnum og hér er önnur græn kápa sem hún á og klæddist einnig við opinberu heimsóknina til Nýja Sjálands í apríl. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda