Ertu með B12 vítamínskort?

Það er mjög mikilvægt að fólk leiti sér faglegrar ráðgjafar …
Það er mjög mikilvægt að fólk leiti sér faglegrar ráðgjafar við val á vítamínum. Ómar Óskarsson

Eftir því sem árin færast yfir á líkaminn erfiðara með að vinna B12 vítamín úr fæðunni. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 100 konum þjást af B12 vítamínskorti, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Hörgul á efninu má ekki aðeins rekja til aldurs, því ýmislegt annað spilar inn í. Til að mynda eru þeir sem forðast kjötvörur, taka ákveðin lyf eða þeir sem gengist hafa undir magaminnkun í meiri hættu en aðrir að þjást af B12 vítamín skorti.

Á vefsíðunni Prevention er að finna nokkur merki sem benda til þess að þú sért ekki að fá nóg B12 vítamín úr fæðunni. Ef þú tengir við mörg þessara atriða getur verið góð hugmynd að leita til heimilislæknis, sem getur mælt styrk vítamínsins í blóði.

9 hlutir sem gefa til kynna að þú þjáist af B12 vítamínskorti

Þú getur vart haldið þér vakandi síðdegis, þrátt fyrir að þú hafir sofið átta klukkustundir nóttina áður.

Þreyta er oftast fyrsta vísbendingin um B12 skort. Líkami þinn reiðir sig á vítamínið til að framleiða rauð blóðkorn sem flytja súrefni til líffæra og frumna líkamans. Ef nægt súrefni er ekki að finna í frumum finnur þú fyrir þreytu, hversu lengi sem þú sefur.

Þreyta getur stafað af ýmsu öðru. Þar af leiðandi er ólíklegt að þú sért haldinn B12 skorti ef þreyta er það eina sem er að hrjá þig.

Innkaupapokinn er níðþungur
Ef vöðvarnir þínir eru ekki að fá nægt súrefni verða þeir þróttlitlir.

Þú upplifir skringileg skynhrif og tilfinningar
Margir þeir sem þjást af B12 skorti upplifa doða, náladofa eða tilfinningu sem minnir á rafstraum sem hleypt er eftir líkama þeirra.

Þessi óþægindi má rekja til taugaskemmda sem eiga sér stað vegna vegna þess að frumur verða fyrir súrefnisskorti.

Þú finnur lykilinn þinn í ísskápnum
Þú gleymir öllu og ert kannski farin að halda að þú þjáist af elliglöpum.

B12 vítamínskortur getur haft í för með sér að þú gleymir ótrúlegustu hlutum, einkennin ganga þó yfirleitt til baka þegar fólk fer að taka fæðubótarefni.

Þú ert völt eða óstöðug á fótunum
Að vera valtur á fótunum er algengt einkenni B12 skorts.

Rannsókn ein leiddi í ljós að þeir sjúklingar sem leituðu á slysavarðstofu sökum svima höfðu að jafnaði 40% lægra magn B12 í blóði heldur en samanburðarhópur.

Þú ert guggin og grá
Ef húðin þín hefur yfir sér gulan blæ getur það bent til skorts á B12.

Skorturinn gerir það að verkum að rauðu blóðkornin verða viðkvæm og rofna auðveldlega. Við það losnar gallrauði (e. bilirubin) úr læðingi, sem gerir það að verkum að húð þín fær á sig gulan blæ.

Tungan þín er slétt og rauð
Helmingur þeirra sem þjáist af skorti á B12 missir litlu toturnar á tungunni, þar sem bragðlaukana er að finna.

Þyngdartap er því algengur fylgifiskur vítamínsskortsins, enda bragðast matur ekkert sérlega vel þegar bragðlaukarnir liggja í valnum.

Þú grætur yfir öllu
Skortur á vítamíninu getur gert mikinn óskunda, en það getur meðal annars valdið leiða, depurð og kvíða.

Læknar eru ekki á sama máli um hvað veldur, en B12 kemur við sögu við efnasmíði boðefna í heilanum, en serótónín og dópamín hafa áhrif á lundarfar fólks.

Augun angra þig
Alvarlegur skortur getur leitt til þess að sjóntaugin skemmist. Þetta getur haft ýmsa hvimleiða kvilla í för með sér, svo sem óskýra sjón, tvöfalda sjón og viðkvæmni fyrir ljósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda